lau. 6.9.2008
Það verður að passa hvað maður segir.
Agnes er kjarnyrt kona og er ekkert að skafa utan af hlutunum og hún hittir naglann oft þráðbeint á höfuðið. Auðvitað eru margir sem þola svoleiðis kellur hreint ekki og þær skulu þaggaðar niður með öllum ráðum.
Ekki veit ég hvað gerðist en var Agnes ekki send í frí og sjálfsagt sjáum við hana ekki oftar á mogganum. Það er slæmt mál því hún virðist vera sú eina sem þorir að gera eitthvað og benda á hróplegt óréttlæti og stórfellt svindl og svínarí í íslenskum sjávarútvegi.
Ekki trúi ég því að hundfúli hrokagikkurinn frá Vestmannaeyjum hafi orðið svona auðmjúkur og viðkvæmur við það eitt að liggja í lúxusrúmi þegar hann tók út sína smánar refsingu fyrir þjófnað á almannafé. En auðvitað er það einfaldast að slökkva á þeim sem benda á misgjörðir gróðapunganna, frekar en taka til og losa þjóðina undan þessum meinum sem eru að sölsa undir sig sameign þjóðarinnar sem svo oft er kallað stærsta rán Íslandssögunnar.
Það er sem sagt best að passa hvað maður segir framvegis svo tölvan verði ekki tekinn af mér.
Góðar stundir.
Agnesi Bragadóttur stefnt fyrir meiðyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sumir hafa fengið uppreist æru á einhvern óskiljanlegan hátt og þegar svo er má víst ekki segja sannleikann um þá. þess vegna ætla ég að halda mig til hlés í þessari umræðu en sem betur fer getur enginn bannað mér að hugsa. Ég get hugsað um aumingja eins og mér sýnist án þess að nokkrum komi það við.
Víðir Benediktsson, 6.9.2008 kl. 08:54
Ert þú búinn að finna út að maður þurfi að passa eitthvað? Kannski....þarf að passa sig...? okei, þá það.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.9.2008 kl. 09:20
Sama segi ég Víðir ég ætla ekki að tjá mig neitt sérstaklega um hrokagikkinn, en að grilla Agnesi er frekar aumt og lýsir því í raun hvernig maðurinn lýtur á sjálfan sig.
Maður sem gengur um og lemur frá sér hægri vinstri ef þeir sem fyrir verða eru ekki sammála og hneigja sig fyrir þjófinum, þið verðið bara að fyrirgefa ég get ekki með nokkru móti tengt ofbeldið og þjófnaðina sem gaurinn hefur afgreitt við tæknileg mistök.
Nei Hafsteinn ég hef ekki fundið neitt svoleiðis út enda held ég áfram að rífa kjaft langt aftur fyrir rassgat...
Hallgrímur Guðmundsson, 6.9.2008 kl. 11:19
..Ég ætlaði bara rétt að segja hvort við kjafthákar, eins og sumir kalla okkur, værum að týna tölunni.....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.9.2008 kl. 11:25
Er það svo ekki típískur andskoti, hann situr á alþingi í flokki sem styður stærsta þjófnað Íslandssögunnar.
Hvað er að fólki að kjósa þessa hörmung yfir sig, og nú á ég við flokkinn í heild sinni??
Hallgrímur Guðmundsson, 6.9.2008 kl. 11:34
Já hvað segir það...um þjóðina???
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.9.2008 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.