Eru dagar Benítez taldir hjá Liverpool?

rafael_benitez_662316.jpgSvona yfirlýsing getur ekki verið annað algjör uppgjöf og ekki yrði ég hissa ef karlinn yrði látinn taka pokann sinn.

Uppgjöf eftir aðeins þrjá leiki er aðeins fyrr en ég reiknaði með, ég átti von á því að það yrði líf í karlinum fram yfir áramót.

Góðar stundir.


mbl.is Liverpool á litla möguleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er bara raunsær

Hjalti Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 11:47

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já það er fullkomlega hægt að taka undir það, þetta heitir raunsæi Halli, en snertir þig ekkert úr þessu, hefur engin áhrif í Færeyjum.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.9.2008 kl. 13:08

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Akkúrat Hafsteinn, þetta snertir mig ekkert enda er hugurinn algjörleg í Færeyjum, svei mér þá ef ég er ekki bara farinn að hugsa á Færeysku....

Hallgrímur Guðmundsson, 5.9.2008 kl. 14:30

4 identicon

Nei nei nei og aftur nei!!!! Ég hef nú ekki leitað uppi þessa frétt á erlendum miðli, þannig að ég tek þessu sem slúðri þar til annað kemur í ljós ... en halló!!!! Að koma með svona yfirlýsingar svona snemma er bara fáránlegt!!!!! Væl! Benitez á bara að þegja og vinna vinnuna sína. Ég er orðinn svo langþreyttur á innanbúðarvandamálum liðsins míns. Í fyrra voru eigendurnir að eyðileggja félagið næstum því og núna... er Rafa farinn að gefast upp alltof snemma.

Þeir sem segja að þetta sé raunsæi eru bara með misheppnaða fyndni.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 18:18

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er alls ekkert fyndið, ekki einu sinni misheppnuð fyndni þetta finnst Halla og fleirum grátlegtog ég er viss um að þú getur tekið undir það Doddi? En hvernig væri að gera bara eins og Halli, setja í þá rassinn og halda á önnur mið...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.9.2008 kl. 18:26

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Doddi ég held að þeir á mbl.is séu að skálda þetta fyrir UTD draugana, eitthvað verða þeir að hafa til að tala um greyin, liðsmenn UTD að ganga í barndóm og þá er fínt að hafa eitthvað annað til að tala um...

Kaffi Karólína kl 4 á morgun Doddi það verður án efa gaman að hitta bloggliðið. 

Hallgrímur Guðmundsson, 5.9.2008 kl. 18:30

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Júlíus ég er nokkuð sammála þessu, hann er kominn á endapunkt að mínu mati og ætti að hafa vit á því sjálfur að hætta.

Hallgrímur Guðmundsson, 7.9.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband