Hvor ruglar meira

makrill_662093.jpgFriðrik J Arngrímsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna eða Audun Maråk framkvæmdastjóri samtaka norskra útgerðarmanna? Friðrik segir að við séu í fullum rétti til að veiða í okkar lögsögu.

Gott og vel þá hljóta Norðmenn að vera í fullum rétti til að veiða í sinni lögsögu ekkilodna_662094.jpg satt? Þannig að þá geta Norðmenn veitt eins og þeim sýnist af loðnu þegar hún gengur út úr okkar lögsögu og inn í lögsögu Normanna við Jan Mayen ekki satt? Samber Makrílveiðar Íslendinga.

Grænlendingar og geta einnig veitt eins og þeim sýnist af Loðnu þegar hún skreppur yfir til þeirra. Það geta allir veitt eins og uthafskarfi.jpgþeim sýnist á Reykjaneshrygg þegar úthafskarfinn er ekki inn í okkar lögsögu. Þetta hlýtur að vera gagnkvæmt við eigum ekki það sem kemur og fer í okkar lögsögu frekar en Norðmen, Grænlendingar og aðrar þjóðir eiga ekki það sem kemur og fer úr þeirra lögsögu. Þetta er í hnotskurn það sem Friðrik J er að meina, þvílík röksemdarfærsla. Ég held að menn ættu að stíga varlega til jarðar í þessum efnum.

Svo er talað um frekju og yfirdrottnunarvald Norðmanna í Norður-Atlandshafi...Shocking

Góðar stundir.


mbl.is „Tökum þetta ekki alvarlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þegar þessu ljúfmenni og hvers manns hugljúfi  (sem Friðrik Jón Arngrímsson er) fer að blöskra frekja og yfirgangur, þá er nú eitthvað mikið í gangi

Jóhann Elíasson, 5.9.2008 kl. 09:32

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það hefði nú eitthvað sungið í þessum öfuguggum, ef Norar hefði farið í að ganga frá Síldarstofninum og sallað hann niður í bræðslu hjá sér til að hann gengi ekki hingað? Hefðu svo bara sagt að þeir gætu hagað sér að vild í sinni lögsögu? þvílikur ruglustampur hann er þessi drengur, en hann er sennilega föðurlandsvinur fyrir bragðið...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.9.2008 kl. 15:30

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Og við erum landráðamenn, ekki stóðum við í þessum sjóræningjaveiðum, er ekki eitthvað bogið við þetta???....

Hallgrímur Guðmundsson, 5.9.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband