fim. 4.9.2008
Ég er farinn að fylgjast með Færeyska boltanum.
Mín skoðun er einfaldlega sú að það er endanlega verið að rústa Enska boltanum. Þetta er ekki lengur farið að snúast um fótbolta, einhverjir andskotans olíufurstar frá Rússlandi og Arabíu eitthvað eru farnir að leika sér með þetta eins og smástrákar í tindátaleik.
Nei nú fer ég að fylgjast með vinum og frændum okkar í Færeyjum það er örugglega skemmtilegra en þessi andskotans vitleysa.
Nú verður EB/Streymur mitt lið og mun ég færa reglulega fréttir af gangi mála hjá mínum mönnum, hér er hlekkur á heimasíðu minna manna.
Unnið verður að stórkostulegum breytingum á þessari síðu næstu daga.
Góðar stundir.
![]() |
Fleiri stjörnur orðaðar við City |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 23:36 | Facebook
Athugasemdir
Mikið var að þú fékkst nóg, hélt nú reyndar að þú kæmir til okkar, en það kemur seinna, þetta er skynsamleg millilending..
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.9.2008 kl. 23:52
Hafðir rænu á að velja topliðið til að halda með. Það á ekkert að fara að bera aumingjaskapinn utan á sér...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.9.2008 kl. 23:55
Það er líka aðeins styttra að skreppa á heimaleiki minna manna.
Ekki skemmir það fyrir að Færeyingar eru algjörir höfðingjar heim að sækja eins og þú væntanlega þekkir sjálfur.
Nei félagi UTD fan verð ég aldrei, en þakka samt boðið sem þú bauðst mér á síðustu leiktíð...
Þetta var alveg óvart, ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að gera, ég gúgglaði fótbolta eitthvað í Færeyjum og þetta kom og ég valdi það sem var í boði. Þetta hefði alveg eins geta verið saumaklúbbur....
Hallgrímur Guðmundsson, 5.9.2008 kl. 00:00
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.9.2008 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.