Er landsamband Íslenskra

Útvegsmanna að koma sér út úr húsi hjá Norðmönnum? Fyrir mína parta þá vona ég svo sannarlega að Norsk stjórnvöld fari að óskum Norskra útgerðarmanna. Ég hef áður tjáð mig um þessar veiðar á Makríl og hef aldrei vilja kalla þetta neitt annað en sjóræningjaveiðar.

Friðrik J Arngrímsson hlýtur að vera stoltur af verkum sínum, það er tímabært að sparkað sé í afturendann á Líú sem komist hefur upp með að hneppa Íslenska sjómenn og fiskverkunarfólk í þrælkun sér til handa og sölsa undir sig sameign þjóðarinnar með hótunum, andlegu ofbeldi, frekju og yfirgangi sem hvergi nokkur staðar á byggðu bóli væri liðinn.Devil

 

es. Myndin farinn eins og talað var um og bloggsíðan lýtur mikið betur út...Wink

Góðar stundir.


mbl.is Vilja banna innflutning á mjöli og lýsi frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.9.2008 kl. 19:33

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég, Hafsteinn og Níels sem tjáðu okkur um þessa frétt eigum aðdáanda sjá hér. Maðurinn hlýtur að vera með lokað fyrir skilningarvitin ef hann í alvörunni trúir því að hlutirnir séu sléttir og feldir eftir strangheiðarlegri þráðbeinni línu.

Hallgrímur Guðmundsson, 3.9.2008 kl. 21:29

3 identicon

Já þetta er allt hið furðulegasta mál hvernig að þessu er staðið. Hvernig má það til að mynda vera að útgerðum sem hafa engan kvóta í tiltekinni fisktegund geti veitt hana í tugþúsundum ef ekki hundruðum þúsunda tonna. Merkilegt ekki satt! Hvernig geta íslensk yfirvöld bakkað upp svona framferði og staðið í þessu með LÍÚ? Og svo á sjálfsagt þegar að því kemur að gefa viðkomandi útgerðum kvótann til að braska með þegar framí sækir.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 21:29

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þeir geta áreiðanlega skýlt sér á bak við fórnarkostnað og þess háttar kjaftæði, það er alkunn aðferðarfræði Líú félaganna. Hvernig sem það væri svo hægt að rökstyðja veit ég ekki enda þurfa þeir aldrei að standa í svoleiðis smámunum.

Setjum þetta upp í smá samhengi, flotinn hélt til síldveiða austur af landinu og það hljóp heldur betur á snærið hjá þeim, Makríll um allt og hann varð að flökkustofn á augabragði sem Líú samstæðan átti svo sannarlega rétt á að veiða. Hann var kominn inn í Íslenska landhelgi.

Ég fer á sjó og held til veiða á Hlýra á þekkt Hlýramið (sem er utankvóta) það hleypur heldur betur á snærið hjá mér, allt fullt af þorski og ég veiði eins og ég get meðan eitthvað gefur sig til, samber hvernig veiðarnar á Makrílnum voru stundaðar.

Það haugast fullt af bátum á miðin og allir veiða eins og þeir geta meðan eitthvað gefur sig til. Fengi ég klapp á bakið og allir fjölmiðlar uppfullir af fréttum hvað þetta sé nú gott fyrir sjávarútvegin og þjóðarbúið? Nei ég yrði dreginn fyrir dómara í hvelli og sektaður í boði ólaga sem íhaldið viðheldur að kröfu Líú.

Þorskurinn er flökkustofn, hann flakkar á milli landa, til Færeyja, Grænlands og jafnvel norður í Barentshaf. Það segir okkur einnig að þorskur sem á uppruna sinn í þessum löndum kemur einnig hingað ekki satt?

Ég er ekki það geðveikur í hausnum að halda það að allur þorskur í Norður-Atlandshafi sé hreinræktaður Íslandsstofn. Þetta segir mér einfaldlega eitt, ég fer kvótalaus á sjó og veiði úr flökkustofn án kvóta (hann kom jú inn í Íslenska landhelgi),og fæ klapp á bakið fyrir dugnað og viðleitni við að bjarga þjóðarbúinu. 

Það væri óeðlilegt ef jafnt ætti ekki yfir alla að ganga við veiðar úr flökkustofnum, ekki satt?

Hallgrímur Guðmundsson, 3.9.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband