mið. 3.9.2008
Skotar stefna að nýju fiskveiðistjórnunarkerfi
Stefnt að sérstöku fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir Skotland
Skoska heimastjórnin stefnir að því að koma á fót sérstöku fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir Skotland en hingað til hefur sameiginlegt veiðikerfi gilt fyrir Bretland allt. Nýja kerfinu er ætlað að tryggja að veiðiheimildirnar haldist áfram í minni sjávarplássum og í eigu sjómannanna sem þaðan stunda veiðar. Frá þessu er greint á skip.is sjá meira hér.
Það lýtur út fyrir að þeir aðilar sem sitja í heimastjórn Skotlands séu margfalt betur haldin í höfðinu en ráðamenn á Íslandi. Mín ágiskun er sú að þeir hafi skoðað árangur af Íslenska mótelinu og læknast snarlega. Það verður athyglivert að fylgjast með þessu máli. Eins og fram kemur í þessari frétt þá er engu líkara en hagsmunasamtök í Bretlandi séu með Líú sýkinguna, sem eins og allir vita er stórhættuleg sótt og hefur sýkt því miður aðeins of marga. Söngurinn er nákvæmlega sá sami.
Góðar stundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.