Erfið fæðing á Anfield

Ekki veit ég hvað er að hrjá mannskapinn en þetta var sannarlega erfið fæðing hjá mínum mönnum.dirk_kuyt_bjarga_i_liverpool.jpg Reyndar sá ég bara framlenginguna og þótti nóg um. Mér dettur einna helst í hug að leikmenn Liverpool séu hreinlega ekki búnir að átta sig á því að sumarfríið er búið. Það er ekki við góðu að búast ef framhaldið verður svona...Shocking En sigur marðist og ég nýt augnabliksins og fagna ógurlega...Wizard

Góðar stundir.


mbl.is Kuyt bjargaði Liverpool á örlagastundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Til hamingju með þína menn.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.8.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk félagi, það er laglegur andskoti ef hlaupagikkurinn á að draga vagninn, það lýst mér ekkert á enda eru honum hrikalega mislagðir já ef ekki hreinlega mislangir fætur...

Hallgrímur Guðmundsson, 27.8.2008 kl. 23:11

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég ætla ekkert að vera að óska þér til hamingju með þessa hörmung. En þið drulluðust áfram og getið fagnað því alveg ÓGURLEGA........með mislanga fætur...eða...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.8.2008 kl. 09:48

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég ætla nú að óska þér og þínum til hamingju. Sigur er jú alltaf sigur.

Víðir Benediktsson, 28.8.2008 kl. 12:18

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Jú jú, heyrði í kallinum og hann verður að fá hamingjuóskir, þrátt fyrir allt....Þeir eru nú ekkert hreyknir af sínum mönnum núna?..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.8.2008 kl. 12:23

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk fyrir það Víðir, ég er nú samt ekkert að rifna úr monti yfir spilamenskunni það sem af er.

En eins og ég sagði að mig minnir bara einu sinni á síðustu leiktíð, þá er þetta alveg að koma...

Ég er ekki frá því að eitthvað örlaði á Norskum hreim þegar ég var að spjalla við Hafstein áðan....

Hallgrímur Guðmundsson, 28.8.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband