mið. 27.8.2008
Hér sjáum við raunverulega
hver hagkvæmnin, arðsemin, sjálfbærnin, stöðugleikinn og ávinningurinn er af besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Þótt það sé einungis 779 milljóna minni munur á rekstrartekjum er afkomumunurinn á sama tíma 6.131 milljón minni, 6.1 milljarði hjá HB Granda. Þetta eru ekki nema rétt um það bil 33,7 milljónir á dag. Þeir verða ekki í vandræðum með að finna fínt orð og góða ástæðu fyrir þessu kallarnir.
Ég hef talað um það áður að þessi stefna sem við erum að fylgja í sjávarútvegi sé gjaldþrota og því lengur sem menn þráskellast við að viðurkenna það, því stærra verður gjaldþrotið. Eitthvað eru menn myrkfælnir við að birta skuldastöðu sjávarútvegsins eins og hún er í dag, en eins og margir muna þá var skuldastaðan um mitt ár í fyrra um það bil 307 milljarðar.
Það er algjört ábyrgðarleysi að mínu mati að halda áfram með kvótastýrðar veiðar. Langflestir af þeim sem um kvótann halda hafa sýnt það svo rækilega í verki að þeim er ekki treystandi fyrir þessu. Gróðavon og græðgi verður þessu öllu að falli með hörmungum sem við þessir venjulegu Jónar báðum ekki um. Það verður að teljast í alvarlegustu merkingu orðsins brjálæði, hvernig mönnum datt það í fúlustu alvöru til hugar að ljúga upp verðmæti aflaheimilda í tæpar 4000 krónur kílóið og kvelja leiguna upp í 250 til 260 krónur kílóið og trúa því síðan að það gengi upp.
Það er alveg ljóst að EXCELINN sem notaður var við útreikninginn hefur verið stórgallaður, eða þá hitt að maðurinn sem pikkaði forsendurnar inn í forritið sé alvarlega gallaður milli eyrna. Hvernig svo sem menn sprikla og ljúga að sjálfum sér þá er partíið í alvörunni búið, framundan eru hroðalegir timburmenn. Það sem er svo einna verst í þessu er að það hafa enginn lyf eða aðferðir verið fundinn upp sem lina þjáninguna án stóráfalla.
Góðar stundir.
![]() |
Mikið tap á rekstri HB Granda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:40 | Facebook
Athugasemdir
kíki oft á síðuna hjá þér, vildi bara kvitta fyrir mig.
Stefán Sigurðsson, 28.8.2008 kl. 01:18
Takk fyrir Stefán
Hallgrímur Guðmundsson, 28.8.2008 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.