mið. 27.8.2008
Allt á réttri leið
eða er það ekki? Skoðum aðeins tilgang og markmið með setningu laga um stjórn fiskveiða. I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.
Hver er svo árangurinn? Það þarf ekki að tíunda hann hér, árangurinn er öllum ljós með tilheyrandi hörmungum sem yfir landsbyggðina hefur gengið og á eftir að versna mikið. Þær aðferðir sem notaðar hafa verið hafa mistekist með öllu og það er ábyrgðarhluti að halda áfram á sömu braut.
Stjórnvöldum ber skylda til að endurskoða frá grunni fiskveiðistjórnunarkerfið, starfsaðferðir Hafró og afnema kvótakerfið. Kvótakerfið hefur fengið rauða spjaldið ekki bara með árangursleysi sínu heldur einnig frá mannréttinda nefnd Sameinuðu Þjóðanna. Það er hægt að stunda fiskveiðar án þess að það sé fyrirfram ákveðið eitt ár jafnvel 5 til 10 ár fram í tímann hvað sé best að veiða mikið í kílóum og tonnum, á það hefur oft verið bent.
Fiskveiðistjórnun með kvótakerfi hefur nánast slegið Íslendinga út sem fiskveiðiþjóð með árangursleysi sínu og gerir það endanlega ef haldið verður áfram á þessari braut. Stjórnun fiskveiða með kvótakerfi hefur hvergi í veröldinni gengið upp, ef menn ætla að vitna í frábæran árangur Norðmanna og Rússa í Barentshafi þá skulum við hafa það í huga að þeir hafa hunsað ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins með öllu.
Þrátt fyrir hörmulegu reynslu af þessu Öskubuskuævintýri, en það vil ég kalla kvótakerfið þá eru menn enn að þráskallast við og nú skal bætt í ruglið. Færaívilnun sjá hér, og ég sem hélt að menn væru komnir á lokapunkt í ruglinu en þá bætist bara við vitleysuna. Ekki vil ég endilega meina að þeir Eldingarmenn séu endalega búnir að missa vitið, segjum frekar að þeir hafi á erfiðan dag þegar þeim datt þetta í hug. (Ég er kurteisin uppmáluð í dag)
Er virkilega svo illa fyrir okkur komið að það leggjast allir hver um annan þveran biðjandi um hinar og þessa bætur, ívilnanir,ölmusur og styrki í hin og þessi gæluverkefni? Sem síðan eru oft eyrnamerktar hliðhollum gæðingum sem elta með lokað fyrir skilningarvitin og stjörnur í augunum, köllum þá jáarahópinn.
Góðar stundir.
Aflaheimildir dragast saman um 17% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Facebook
Athugasemdir
Það er hægt að taka undir þetta Halli kvótaskepnuskapurinn er örugglega "stórasta heimska í heimi".
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.8.2008 kl. 19:04
Stórasta stórasna heimska í heimi, það er réttnefni félagi.
Hallgrímur Guðmundsson, 27.8.2008 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.