Er brottkast Breta

eitthvað meira en brottkastið sem er í gangi á Íslandsmiðum? Hvernig sem menn reyna að þráskallstbrottkast_638770.jpg við að verja kvótakerfið þá getur það aldrei leitt til neins annars en brottkasts, reyndar er það í svo miklu magni að enginn þorir að úttala sig um það.

Þeir sem bent hafa á þetta og sannað hvað er í gangi hafa verið hengdir upp og í raun meðhöndlaðir þannig að þeir eiga sér enga viðreisnarvon á eftir. Það virðist vera heppilegri leið frekar en viðurkenna það að vandamálið verður ekki leyst með því einu að hengja boðberann. Dagakerfi er í raun það eina sem kemur í veg fyrir brottkast. Eða er einhver á annarri skoðun?

Góðar stundir.


mbl.is Brottkast Breta vekur mikla reiði í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Hefur það ekki verið aðferðarfræði stjórnvalda undanfarin ár að skjóta boðberann og stinga hausnum í sandinn og þá á vandinn að hverfa?

Sverrir Einarsson, 14.8.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Akkúrat Sverrir, ég held meira að segja að Strúturinn sé búinn að átta sig á því að þessi aðferð er ómöguleg, sem segir okkur bara eitt, hann er skynsamari..

Hallgrímur Guðmundsson, 14.8.2008 kl. 15:19

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Heyrst hefur að það þurfi að gera hlé á störfum Alþingis, þegar Sjávarútvegsráðherra hristir hausinn..

Jóhann Elíasson, 14.8.2008 kl. 16:17

4 Smámynd: Dunni

Andskotans vitleysa er þetta. Sáuð þið ekki og heyrðuð að Friðrik J. fullyrti í sjónvarpinu að ekki einn einasti uggi færi í brottkast hjá íslenskum fiskiskipum. Og ekki lýgur Friðrik sem bæði er lögfræðingur og auk þess ágætlega greiddur.

Grétar Mar var heldur ekki viss um að hann hafi nokkurntíman kastað kvikindi aftur í hafið. Hann var eins og Framsóknarmaður og sagði bæði já og nei.

Þetta eru "snillingar" þessir gaurar.

Dunni, 14.8.2008 kl. 18:34

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Dagakerfið leysir vissulega brottkastið, til eru aðrar og flóknari leiðir en ég get ekki annað en verið sammála þessu. Það þarf líka að huga að fjölda veiðiskipa og báta og veiðarfærum. Þekkingin er öll til en líti gert með hana. Og eitt enn, sóknardagakerfið var á tímabili þannig að verið var að sækja á litlum bátum í vondu veðri, það þarf að læra af reynslunni og vera ekki með svoleiðis dellu, sem er alveg óþörf.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.8.2008 kl. 21:15

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Og svona til fróðleiks, fyrir rúmlega hundrað árum gerðu Álftnesingar út á brottkast fyrstu togaranna á Íslandsmiðum, sem voru breskir, það var alla vega meiri nýting, enda voru rök þeirra að þeir vildu ekki sjá fiskinn fljótandi um allan Faxaflóa, en hins vegar eyðilögðu þessar veiðar Bretanna þá, uppi við landssteina, miðin gersamlega og eyddu byggð m.a. á Álftanesi, þótt aðrir flyttust á bæina síðar (það var ekki nema á tveimur bæjum sem fjölskyldurnar sátu kyrrar). Meðferðin á miðunum er dauðans alvara.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.8.2008 kl. 21:17

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Menn þurfa ekkert að hætta lífi sínu fyrir dagakerfi ef þeir fá sjálfir að ráða hvaða daga þeir róa. Nær væri að reikna þetta í klst. svo dagurinn sé ekki ónýtur þó menn þyrftu að hætta snemma veiðum t.d. vegna veðurs. Svo mætti líka gefa handfæraveiðar frjálsar með ákveðnum skilyrðum s.s. einn maður max. tvær rúllur.

Víðir Benediktsson, 14.8.2008 kl. 22:13

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það er sáraeinfalt að útfæra dagakerfi þannig að menn séu ekki að æða út í tóma þvælu eins og var á tímabili með gamla dagakerfið. Í dag er línuívilnun á landbeitta línu, það fyrirkomulag sem er í gangi með línuívilnunina er beinlínis stórhættulegt.

Víðir, þessar tillögur hafa verið settar fram og að sjálfsögðu eru þær aðför að núverandi fyrirkomulagi þar sem ekki var boðið upp á brask með daga vegna þess að leyfið (dagarnir) áttu að vera bundnir við manninn ekki bátinn. Útfærslan er sáraeinföld og kemur algjörlega í veg fyrir hverskonar brask, þú getur rétt ímyndað þér hrifninguna hjá varðhundum kvótabraskkerfisins. 

Anna það þarf ekki flóknar útfærslur á einföldum hlutum, ég get frætt þig helling um þann einfaldleika sem hægt er að beita í útfærslu á dagakerfi og hvernig við notum almennar leikreglur til að halda utan um sóknina. Vegna anna nú næstu tvo daga verður það aðeins að bíða.

Á meðan góðar stundir og takk fyrir ykkar innlegg.

Hallgrímur Guðmundsson, 15.8.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband