sun. 10.8.2008
Það er sagt að lífið
sé ekkert sjálfsagt og sá einfaldi hlutur að vaka aftur eftir góðan nætur svefn sé í raun kraftaverk út af fyrir sig. Um þessa hluti hugsar maður ekki, í það minnsta ekki dags daglega. Svo koma skellirnir og eins og ævinlega eru þetta eins og þrumur úr heiðskýru lofti, enginn er tilbúinn, fyrirvaralaust fellur nákominn fjölskyldumeðlimur frá, við sitjum og spyrjum okkur, af hverju, hvernig gat þetta gerst?
Það dimmir yfir öllu, sólríkur dagur verður sem dimm nótt, partur af mann hverfur og tómarúmið virðist ægistórt sem aldrei verður fyllt að fullu. Þessi sáraeinfaldi hlutur eins og að vakna aftur að morgni breytist í martröð. Svili minn var bráðkvaddur aðfaranótt föstudags rétt fimmtugur að aldri margar spurningar vakna, svörin vantar við þeim öllum og verður sjálfsagt seint eða aldrei svarað.
Ýmislegt hefur dunið á í fjölskyldunni síðustu daga, bæði tengda Pabbi og tengda Mamma voru nýlega lögð inn á sjúkrahús í mjög erfiðar aðgerðir. Svo virðist sem þær hafi tekið með afbrygðum vel og eru þau bæði komin heim aftur. Eins og gerist og gengur eftir svona aðgerðir þá tekur tíma að jafna sig og ná fullum styrk á ný.
Næstu daga og jafnvel vikur verð ég að sinna gömlu hjónunum, það er mér sérstök ánægja að stjana við þau og reyna eftir bestu getu að gera þeim lífið eins auðvelt og skemmtilegt sem verða má.
Það er einhver ró sem færist yfir mig við þetta lag.
Einnig hef ég dálæti á þessu lagi.
Á meðan. Góðar stundir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 11.8.2008 kl. 00:08 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Hallgrímur minn !
Gangi þér; sem fjölskyldunni allri, hið bezta, að yfirstíga þá hjalla, hverja við er að etja, í ykkar lífi öllu.
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi í Eyfirðinga goðorð /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 00:17
Votta þér samúð mína Hallgrímur minn.
Kærleikurinn er lífsmeðalið á tímum sem þessum og það að umvefja þá sem eftir standa.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 11.8.2008 kl. 01:47
Samúðarkveðjur til ykkar héðan vegna þessa áfalls. En þú hefur nú fyrr þurft að bíta á jaxlinn og trúi ég og vona að það verði uppi nú.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.8.2008 kl. 10:29
Takk fyrir kæru vinir.
Mikið rétt Hafsteinn, lífið heldur áfram og býður okkur sem fyrr upp á allan sinn fjölbreytileika hvor sem okkur líkar betur eða ver, svona segir og sannar fyrir okkur að við eigum ekki morgundaginn.
Hallgrímur Guðmundsson, 11.8.2008 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.