sun. 10.8.2008
Er komið að skuldadögunum?
Evrópureisan sem þeir prelátar Einar K og Jóhann Sigurjónsson fóru í fyrrasumar og boðuðu meðal annars algjört hrun þorskstofnsins er heldur betur að skila sér. Ef ég man rétt þá var boðskapnum gerð rækileg skil einmitt í Sviss, og er svo einhver hissa?
Rökin sem Hafró notar fyrir arfabrjálæðri stefnu sinni birtist mönnum á endanum í hinum merkilegust myndum og gjörðum....
Eitthvað fer einkennilega lítið fyrir umræðunni um viðbrögð stórmarkaða og verslunarkeðja í Ameríku sem eru hver á fætur annarri að henda út Þorski og taka inn ódýrari afurðir...
Góðar stundir.
Lokað á villtan þorsk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ekki góð staða og mér er til efs að fólk geri sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er. Verð á Þorski er farið að taka í pyngju fólks og þá er honum hent út fyrir annað ódýrara. Meðan framboð er ekki meira en nú er gerir það kannski ekki svo mikið, en það verður ljótt ef það þarf að koma inná markaðina aukningu.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.8.2008 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.