Sjálfsstæðisflokkurinn nauðgar lýðræðinu!

Það er ekki nóg með að sjálfstæðisflokkurinn flokkist með helstu mannréttindaníðingum sem á þessari jörð skríða, samber þau mannréttindabrot sem framin eru á sjómönnum með því að viðhalda kvótakerfinu, það muna það flestir að mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna gaf rautt spjald á kvótakerfið síðastliðið haust og að sjálfsögðu hengja sjallarnir hausinn yfir því og neita að viðurkenna það. Hvað annað?

Nei það skal gengið alla leið og lýðræðinu skal einnig nauðgað gróflega og vilji hins almenna flokksmanns skal þjappaður niður í skítinn og einvaldið skipar sig sjálft í valdastöðurnar, enda að þeirra mati annað stórhættulegt. Við lestur á fréttinni hér fyrir neðan endurspeglast það öllum sem á annað borð eru með opið fyrir skilningarvitin hverslags valdagræðgi,ofríki og ofbeldishneigð þetta lið er þjakað af.

Frétt á visir.is

Telur ekki heppilegt að halda opið prófkjör

mynd
Hanna Birna Kristjánsdóttir.

 

"Á nýlegum fundi sem Hanna Birna Kristjánssdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, hélt með stjórnum hverfafélaga flokksins í borginni, lýsti hún þeirri skoðun sinni að ekki væri heppilegt að halda opið prófkjör fyrir næstu kosningar.

Á fundinum lagði Hanna þess í stað til að stillt verði upp á framboðslista.

Þessi tillaga féll í grýttan jarðveg á fundinum en heimildir Vísis herma að margir sjálfstæðismenn vilji gefa nýjum einstaklingum tækifæri á að bjóða sig fram eftir vandræðaganginn á þessu kjörtímabili.

Hanna Birna Kristjánsdóttir er hins vegar hrædd við þau átök sem prófkjöri kynni að fylgja. Þar að auki gerir hún sér að sjálfsögðu grein fyrir því að erfitt verður fyrir uppstillingarnefnd að ganga framhjá henni þegar kemur að því að skipa í efsta sæti listans.

Sjálfstæðisflokkurinn stillti síðast upp framboðslista þegar Birni Bjarnasyni var falið að fella Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og R-listann árið 2002. Björn var þá settur oddviti í stað Ingu Jónu Þórðardóttur, eiginkonu Geirs H. Haarde forsætisráðherra.

Ekki náðist í Hönnu Birnu við gerð fréttarinnar".

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki veit ég á hvaða tónlist forkólfar Sjálfstæðisflokksins hlustuðu á áður en þeir eru örugglega að hlusta á nýja Baggalútslagið núna sem hvetur víst til nauðgana.

Jóhann Elíasson, 6.8.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sömdu þeir ekki textann Jói?

Hallgrímur Guðmundsson, 6.8.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband