mið. 6.8.2008
Þetta er alveg í takt við annað
hjá vísindaakademíunni. Hvernig vísindaakademían í þessu tilfelli (HAFRÓ) getur svo haldið því fram að þeir geti talið fiskana í sjónum með svo hárnákvæma niðurstöðu svo nánast engu muni, örfáum kg til eða frá er svo rakalaust rugl að íslensku tungumáli skortir lýsingarorð yfir vitleysuna.
Því hefur verið haldið fram og á alveg rétt á sér að meðan ekki er hægt að telja það sem á jörðinni lifir með mikilli nákvæmi er það vægast sagt hrokafull hræsni að telja sig vita með nákvæmni hvað hulduheimar hafdjúpanna hafa að geyma eins og til dæmis HAFRÓ gerir.
Tvöfalt fleiri górillur til í heiminum en talið var.
"Á undanförnum árum hafa vísindamenn ákaft varað við útrýmingarhættu fjallagórilla Í Afríku. Nú er þó komið í ljós að ekki var allt sem sýndist.
Allt að helmingur apategunda heimsins er í útrýmingarhættu að sögn Alþjóða náttúruverndarsambandsins. En þar er ekki allt sem sýnist.
Meðal þeirra tegunda sem hafa verið sagðar í útrýmingarhættu eru górillur í Mið-Afríku. Þær hafa verið settar næst efst á hættulista samtakanna en þar eru einnig settar dýrategundir sem gætu allt eins verið horfnar fyrir fullt og allt, það er bara ekki vitað.
En nú hefur komið á daginn að górillurnar eru hreint ekki í útrýmingarhættu, það voru nefnilega að finnast 125 þúsund stykki á fenjasvæði í Mið-Afríkuríkinu Kongó.
Síðasta talning á górillunum í Kongó var gerð fyrir um tuttugu árum og þá fundust 100 þúsund dýr. Síðan hafa menn gefið sér að þeim hafi fækkað um helming og hefur mikið fjaðrafok orðið vegna dauða hverrar górillu.
Sagt var frá fundi górillanna í Kongó á alþjóðlegri ráðstefnu dýrafræðinga sem nú er haldin í Edinborg í Skotlandi. Þar klóra menn sér nú í höfðinu. Á dauða sínum áttu þeir von - en ekki 125 þúsund górillum við bestu heilsu".
Góðar stundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.