mið. 6.8.2008
Lárus Welding hefur
væntanlega úttalað sig um kvótavöndlana sem bankinn kemur til með að afskrifa á komandi misserum. Eru raunveruleg tengsl við sjávarútveginn sem Lárus er að tala um ekki einmitt kvótavöndlarnir og yfirveðsett fyrirtæki sem enginn sér hvernig verði borgað á komandi árhundruðum?
Þegar veðsetningin er skoðuð þá sjáum við að hún er frá því að vera 1500 kr per kg, og allt að 4000 kr per kg. En raunveruleikinn um síðustu áramót og raunvirði aflaheimilda var sjá í þessu skjali. Síðan hefur ýmislegt breyst svo sem hækkun á olíu og öllum aðföngum sem gerir raunvirði aflaheimilda enn minna.
Hvernig svo sem menn fara að því að ljúga þetta áfram í dag þá má ljóst vera að það kemur að endastöð í allri vitleysunni. Líú fagnar óvæntum happafeng sem Makríllinn er að gefa þeim í dag, áttum okkur á einu, það er verið að stunda sjóræningjaveiðar á Makrílnum. Makríllinn er kvótasett tegund í Norður-Atlandshafi og með óheftum veiðum eins og félagarnir innan Líú eru að stunda þá er um klárar sjóræningjaveiðar að ræða.
Þessum veiðum mætti líkja við það að allir sem vettlingi geta valdið færu út á sjó og veiddu Þorsk að vild. Munurinn er akkúrat enginn, Þorskurinn er kvótasett tegund ekki satt? Sem nota bene Líú segist eiga ásamt örfáum trillukörlum.
Góðar stundir.
Lárus Welding gestur CNBC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.