mán. 14.7.2008
Bókarormurinn og skákheilinn Helgi Áss Grétarsson
er sá eini sem tjáir sig af einhverju viti um sjávarútveg á Íslandi. Er það svo? Að hans mati hefur ekki nokkur kjaftur í landinu neitt vitlegt um sjávarútveginn að segja nema hann sjálfur, jú og kannski þeir sem mata hann á upplýsingum.
Hverjir skyldu það svo vera, það skyldi þó aldrei vera að stóri sannleikurinn sem umræddur bókarormur boðar um Íslenskan sjávarútveg komi beint frá skrifstofu LÍÚ? Líú mokar fjármagni í Háskólann þar sem boðberinn og bókaormurinn vinnur. Á vormánuðum var kynntur myndalegur styrkur til Háskólans á Akureyri frá Líú.
Hver er svo til í að halda því fram að boðskapur Líú fái ekki talsvert rými í málflutningi þeirra sem kenna sig við áháða fræðimennsku þar sem Líú styrkir duglega deildir þeirra í Háskólunum.
Tilefni þessa greinar er pistill bókarormsins umrædda og má lesa hann hér.
Eitthvað hefur verið fjallað um þessi mál á þessari síðu sjá hér meðal annars.
Við skulum heldur ekki gleyma því að Helgi Áss Grétarsson er einnig í þeim hópi sem telur að Íslensk stjórnvöld þurfi akkúrat ekkert að hlusta á álit mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna um kvótakerfið.
Nokkrum af þessum svokölluðu óháðu fræðimönnum hafa einnig haldið því fram að mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna sé einskisverð og ótrúverðugt apparat. Þessir sömu svokölluðu fræðimenn hafa rökstutt mál sitt á þann veg að mannréttindanefndin sé skipuð helvítis helling af handónýtum svertingjum með vitsmuni og skilning á mannréttindum sem um hauslausa hænu væri að ræða.
Það væri einkar fróðlegt að sjá alvitra fræðimanninn Helga Áss Grétarsson koma með nákvæma úttekt á því hvað kvótakerfið hefur gert fyrir landsbyggðina, einnig mætti hann fyrst hann er svona alfróður um sjávarútveginn á landinu bláa fræða almenning um þróun á skuldastöðu sjávarútvegsins og stöðuna eins og hún er í dag.
Góðar stundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:26 | Facebook
Athugasemdir
Ég er að hugsa um að skrifa um skák á síðunni minni. Það yrði ekki vitlausari lesning en þessi grein Helga. En hún yrði örugglega vitlaus samt.
Víðir Benediktsson, 14.7.2008 kl. 20:23
Hvernig ætli maður heimfæri "Sikileyjarvörnina" upp á kvótakerfið?
Jóhann Elíasson, 15.7.2008 kl. 10:46
Það er ljóst að þessarar ríkisstjórnar verður minnst sem ríkisstjórnarinnar sem fékk sigg á þjóhnappana. Of mikið setið....of lítið gert!
Jóhann Kristjánsson, 15.7.2008 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.