Skítt með kerfið

þá er að sjálfsögðu verið að tala um kvótakerfið. Það segir þessi snillingur einnig, skítt með kerfið sjá hér, það er um það bil 80% þjóðarinnar sammála þessum manni og þarf einhver að vera hissa á því?

Kvótakerfið brýtur mannréttindi.

Kvótakerfið mismunar gróflega.

Kvótakerfið eyðir byggðum.

Kvótakerfið kallar á brottkast.

Kvótakerfið gengur þvert á viðtekna líf og vistfræði.

Kvótakerfið framleiðir öryrkja.

Kvótakerfið er eitt umdeildasta mál síðari tíma.

Kvótakerfið er og verður meðan það er við lýði eitt það stærsta krabbamein sem eitt samfélag getur burðast með og örfáir gróðapungar verja með kjafti og klóm.

Kvótakerfið er á góðri leið með að framkalla eitt það stærsta gjaldþrot sem um getur í Íslandssögunni.

Kvótakerfið er gjaldþrota, markmiðin löngu sokkin í hyldýpið og flestir búnir að gleyma upphaflegu markmiðunum. Eitt er þó alveg ljóst, skuldirnar gleymast ekki það kemur að því að gróðapungarnir vera að viðurkenna vitleysuna. Hún (vitleysan) er byrjuð að djöflast í afturendanum á þeim.

Skuggalegast af öllu er þó það hvernig vinnumenn almennings (alþingismenn) hafa leift sér að láta þetta fara.

Héldu menn og halda þeir hinir sömu virkilega að þetta gangi í alvörunni upp svona?

Góðar stundir.


mbl.is Auglýsingar rifnar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Legg til að þessar auglýsingar verði einnig hengdar upp á gráa steinhúsið við austurvöll. Hvet þig einnig Halli að smella einni slíkri á bátinn :) og fara að veiða án kvóta ;)

Jóhann Kristjánsson, 13.7.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband