Mikið er rætt og kvartað um stöðu

sjávarútvegsins þessa dagana. Enn og aftur rennur sjávarútvegsráðherra í þann pytt að fylgja nánast í einu og öllu tillögum Hafró um aflaheimildir í þorski. Blindnin er algjör og hugleysið með eindæmum hjá ráðherra, þrátt fyrir áratuga fálmkenndar aðferðir Hafró með vægast sagt hroðalegum árangri skal samt haldið áfram.

Þegar talið berst að þorski þá er eins og um heilagar beljur frá Indlandi sé að ræða, en hvernig sem það má svo vera að þá er ekkert athugavert við það að tillögur í öðrum tegundum séu hunsaðar. Þarna er verulegur brestur á því sem ég vil kalla trúverðugleika á rannsóknum Hafró af hálfu ráðherra.

Hafró kvartar sárum yfir fjárskorti og að vísindagreinin sé ung að árum, Hafró leggur ofuráherslu á að fá aukið fjármagn til rannsókna. Ég legg til að Hafró brjóti odd af oflæti sínu, hlusti og taki mark á þeim raunverulegu sérfræðingum sem eru starfandi þarna úti allt árið (skipstjórunum) Ekki kæmi það að sök að Hafró legði við hlustir þegar menn á borð við Jón Kristjánsson fiskifræðing og Sigurjón Þórðarson tjá sig um hlutina út frá líffræðilegum forsendum.

Það vil nefnilega þannig til að þegar við veiðum fiskinn sjáum við strax nákvæmlega hvað er í gangi þarna niðri. Það þarf ekki sprenglærða fábjána með flottan titil fyrir framan nafnið sitt sem gerir lítið annað en skella hlutunum í formúlu og útkoman eru óskeikul vísindi segja okkur nákvæmlega hvað er að gerast á miðunum.

Stað sjávarútvegsins er ekki svo slæm að mati ráðherra, Einar K. segir meðal annars í þessu viðtali "Í greininni starfa færir stjórnendur sem hafa getað unnið sig út úr þessu,“ segir Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra.

Hver skyldi hinn hrái raunveruleiki vera, það skildi þó ekki vera að sjávarútvegurinn sé í rauninni meira og minna ein rjúkandi rúst eftir ævintýri undanfarinna ára í öllu góðærinu margrómaða? Þarna má telja landsbyggðina meira og minna með líka. Og hver ber þar mesta ábyrgð? Það skyldi þó ekki vera að þeir sem tróðu því í gegn á Alþingi að sala og veðsetning á aflaheimildum (sameign Þjóðarinnar) var leyfð, bankarnir og kvótakóngarnir slepptu af sé öllum hömlum í gróðabraskinu? Bankarnir bera þarna stóran hluta af ábyrgðinni á skuldsetningu sjávarútvegsins með kvótavöndlunum sínum.

Mín skoðun á stöðunni er einföld og þarf engum að koma á óvart, Þessi stefna í sjávarútvegsmálum Íslendinga er gjaldþrota. Tökum dæmi, þetta fékk ég lánað á síðunni hans Níels Ársælssonar.

Reiknisdæmi:

Keypt 100 tonn af þorskkvóta 15. febrúar 2007 á 3500 kr. pr, kg.... 100%  lán.

Gengi dags 15.02.2007; EUR, 88,7 = 40 EUR pr. kg. Lán = 4 m, EUR.

Þorskkvóti skorinn niður um 33% 1. sept 2007.

Ný úthlutun 1. sept 2007 (100 tonn) urðu af 77 tonnum.

Lán er þá 4 m, EUR / 770 = 52 EUR, pr. kg.

Staða láns miðað við gengi dags, 01.07.2008, EUR, 125.66 x 52 = 6.534 pr. kg, án vaxta og lántökukostnaðar.

Hækkun láns pr. kg, úr 3500 í 6534.

Hækkun kr, 3034 pr, kg.

Þarf eitthvað að útskýra hlutina betur?

Góðar stundir.

 


mbl.is Næsta ár verður erfitt fyrir sjávarútveginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Flott grein.

Níels A. Ársælsson., 5.7.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband