Samherji státaði af svona

búnaði um borð í einu af sínum skipum fyrir nokkrum árum. Ekkert dugði mynna til en fréttastofa sjónvarpsins til að boða herlegheitin. Eigendur þess fyrirtækis sögðu að með þessum búnaði vildu þeir sanna að ekkert brottkast væri stundað hjá þeim. Ekkert hefur heyrst meira af þessu frumkvæði samherjamanna, hver ástæðan er læt ég aðra um að dæma.

En ef mig minnir rétt þá var eitt af skipum samherja staðið að brottkasti í Barentshafi og fært til hafnar í Noregi eftir þessar fréttir af myndavélabúnaði samherjamanna sem sanna átti svo rækilega að brottkast væri bara hreint ekkert hjá þeim. Myndavélarnar hafa sjálfsagt verið bilaðar í umræddum túr.

Einhverjir hafa skrifað um þessa frétt og aðrir gert athugasemdir. Fannar frá Rifi var ekki lengi að sjá hvar vandinn lægi, hjá leiguliðunum og lausnin að sjálfsögðu að stoppa alla leigu. Þetta hlýtur Fannar að hafa lært í Háskólanum á Bifröst.

Eitthvað vantar svolítið upp á jarðsambandið hjá þessum annars ágæta dreng honum Fannari. Vandamálið er hvort sem Fannari eða einhverjum öðrum líkar betur eða verr kvótakerfið. Verð á kvóta er fyrir löngu síðan komið upp fyrir þolmörk sama hvort talað er um leigu eða varalegan (gervi) kvóta. Þegar verðið á Þorski fór upp fyrir 500 kr per kg. á varanlegum (gervi) kvóta og leigan upp fyrir 50 kr per kg. hættu hlutirnir að ganga eðlilega fyrir sig. Það er staðreynd, ekki ágiskun.

Þeir sem hafa látið blekkja sig og keypt kvóta á þessu fáránlega verði eru í svo vægt sé til orða tekið í hyldjúpum skít. Eilífur niðurskurður á þorski, hrun krónunnar og hækkandi olíuverð segir allt sem segja þarf í þessum efnum. Skuldirnar aukast, aflaheimildirnar minnka, öll innflutt aðföng útgerðarinnar hækka, olíuverðið að sliga útgerðina og hækkanir á heimsmarkaði á fiski er sáralítil á móti ósköpunum. 

Þarf að útskíra þetta eitthvað meira? Jú bætum því við að nú eru togarasjómenn hjá stóru fyrirtækjunum farnir að viðurkenna gríðarlegt brottkast. Vandamálið er kvótakerfið númer eitt, tvö og þrjú.

En hver er tilgangurinn með þessari frétt? Það skildi þó ekki vera að Líú klíkan standi þarna að baki og næsta skref verður, jú moka myndavélum, einni heilli myndavél á skip og fá meiri kvóta fyrir framtakið. Sjáum til hvað verður.

Góðar stundir.


mbl.is Brottkastsmyndavélar um borð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Pálsson

já en vil benda á eina rangfærslu í grein þessari, þar sem þú kemur inná að hrun krónunnar sé bölvunarleg fyrir sjávarútveg. Sem er kolrangt nú er tími útflutningsgreina aftur kominn eftir mikla rangfærslu á stöðu krónunnar sem var sterk en í sannleikanum ekki eins sterk og hún var skráð.

Haraldur Pálsson, 21.6.2008 kl. 02:00

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll sonur hafsins, betra væri samt að fá þitt rétta nafn. Hrun krónunnar ætti að vera sjávarútvegnum til góða eins og öllum öðrum útflutningsgreinum, það er einn vankantur á þessu. Skuldir sjávarútvegsins eru að stórum hluta í erlendri mynt, það þarf ekkert að útskýra hvað hefur gerst í skuldastöðu sjávarútvegsins er það nokkuð?

Varlega áætlað hafa skuldir sjávarútvegsins aukist um 90 milljarða á þessu ári. Erum við að sjá aukningu í útflutningsverðmætum sjávarútvegsins á móti þessu?

Hallgrímur Guðmundsson, 21.6.2008 kl. 09:11

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Samt var nú verð á fiski upp ú sjó lækkað um daginn.

Víðir Benediktsson, 21.6.2008 kl. 11:40

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það hafa komið nokkrar lækkanir að undaförnu, hver skildi ástæðan vera? Eru menn ekki hver um annan þvera að dásama hækkandi heimsmarkaðsverð og góða stöðu gengisins gagnvart útflutningnum?

Þversagnirnar eru ótrúlegar.

Hallgrímur Guðmundsson, 21.6.2008 kl. 12:12

5 Smámynd: Haraldur Pálsson

Hallgrímur, segjum sem svo að útgerð eigi eftir 100 dollara eftir launagreiðslur, olíkostnað og annað í maí mánuði árið 2007, skuldir útgerðarinnar eru í dollurunum og reiknast 30 dollarar á mánuði eftir standa 70 dollarar sem útgerðin á í hagnað þennan maí mánuð í fyrra gengi dollarans var þá um 65 krónurnar semsagt 70*65 = 4550

maí mánuður í ár 100 dollarar fyrir mánuðinn skuldirnar eru enn þær sömu og reiknast í dollurum, þær hafa ekkert hækkað þótt gengið hafi hækkað og standa enn í 30 dollurum, eftir standa sömu 70 dollararnir og gengið mun hærra 70*81 = 5670

Þannig ekki segja að útfluttningsgreinar hafi ekki liðið virkilega illa fyrir það hversu sterk krónan hefur verið síðustu árin. Laun sjómanna eru 20-30% hærri nú en í fyrra einfaldlega vegna gengismuns og hagsmunaraðilar allir í kringum útgerðir svosem sveitarfélag, ríki og verslanir hagnast á þessum mun. En þó er ekki hægt að segja að þetta sé gott að krónan sé veik í langan tíma en hún má ekki vera eins svakalega sterk og hún var. Halda þarf jafnvægi í þessu eins og í örðu.

-Haraldur Pálsson

Haraldur Pálsson, 21.6.2008 kl. 12:57

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk fyrir þetta Haraldur.

Gott væri að þetta væri allt saman satt og rétt. Skuldirnar hafa hækkað gríðarlega og laun sjómanna á skipum sem landa í landvinnslu eða hafa ekki hækkað. Þvert á móti eru þau að lækka því miður. Ef um launahækkun er að ræða er það eingöngu skírt með aukinni veiði viðkomandi skipa og færri mönnum.

Útflutningurinn hefur liðið fyrir sterkt gengi undanfarið um það verður ekki deilt. En með veikingu krónunnar gerist það á móti sem áður hefur verið sagt, aukin skuldasöfnun það sjá allir sem eru með erlend lán. Annað er afneitun á raunveruleikanum.

Þar fyrir utan þá sé ég að þú ert eyjapeyi og jafn gamall syni mínum sem býr þar, í eyjum er gott að vera ég tók stýrimannaskólann þar á sínum tíma og flutti frá eyjum árið 2000.

Hallgrímur Guðmundsson, 21.6.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband