mán. 26.5.2008
Smábátasjómenn eru að missa vinnuna í
Hvernig sem á því stendur að þá þurfa þessir túristar engin réttindi á þessa hraðfiskibáta. Við sem erum að róa á Íslandsmiðum þurfum að hafa skipstjórnarréttindi, vélaréttindi og sækja slysavarnarskóla sjómanna áður en við megum halda til veiða. Fyrirtækin sem að þessum rekstri koma virðast vera algjörlega stikkfrí þegar að réttindamálum kemur. Hvernig stendur á þessu?
Fiskurinn sem þessir túristar veiða fer svo á markað eða í föst viðskipti ég veit ekki hvor hátturinn er hafður á. Hvar fá þessir menn kennslu og leiðsögn í umgengni og frágangi á fiski? Það er vonlaust fyrir þá sem eru að reyna að halda áfram sinni atvinnu að keppa við þetta. Fyrirtækin sem í þessum geira eru selja ferðir í þessa veiði og geta síðan fénýtt fiskinn, þeim er andskotans sama hvað kostar að leigja það sem þeir þurfa enda með afgerandi forskot í formi sölu á veiðiferðunum í farteskinu.
Hvort leigan er 220 eða 260 krónur fyrir kílóið og verðið á markaðinum er jafnvel undir 200 kr per kíló skiptir þá engu máli. Það er bara plús sama hvað fæst fyrir fiskinn á markaði enda búnir að fjármagna leiguna og gott betur með sölu á sjóferðinni, sem er svo framkvæmd af réttindalausum túristum. Hvað getur vitleysan orðið mikil áður en einhver vaknar til lífsins.
Ekki heyrist orð um þetta frá Landsambandi Smábátaeigenda og Líú enda er það orðið alkunna hverjum sem opnar fyrir 10% af skilningarvitunum að rekstur margra þeirra félagsmanna gengur orðið út á kvótabrask. Hvort sem það er gert í formi leigu, Kínaleigu eða fölsuðum sölum á aflaheimildum fyrir kvótaáramót svo komist verði hjá og svindlað á veiðiskyldunni skiptir ekki máli brask er og verður alltaf brask. Þetta eru ekki sleggjudómar, þetta eru staðreyndir.
Góðar stundir.
3.000 í sjóstangveiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.