Vilja þeir ekki líka yfirtaka kvótann?

Hver er munurinn, á ekki að gilda jafnræði í öllu? Hvað með okkur, eigum við engan rétt á jafnræði og mannréttindum? Hvað á að brjóta lengi á okkur sjómönnum? 

 Frétt á visir.is

Vilja yfirtaka Hvalfjarðagöngin

mynd
Frá Hvalfjarðargöngunum.

Jón Hákon Halldórsson skrifar:

"Vegfarendur munu ekki lengur greiða fyrir að aka um Hvalfjarðargöngin, verði frumvarp Frjálslynda flokksins til fjáraukalaga samþykkt fyrir þinghlé í vor. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkisstjórnin muni nú þegar semja við Spöl hf. , sem á og rekur Hvalfjarðargöngin, um yfirtöku eigna og skulda félagsins strax á þessu ári og samhliða verði veggjaldið fellt niður. Ríkissjóður annist síðan greiðslu af áhvílandi skuldum.

„Frumvarpinu hefur verið vísað til fjárlaganefndar og við höfum verið að fá umsagnaraðila á fundinn," segir Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar. Hann segir að umsagnirnar séu tvíþátta. Vegagerðin, Samgönguráðuneytið og Spölur leggi til að fyrirkomulagið verði óbreytt að sinni. Fulltrúar sveitafélaga á Vesturlandi og Samtök sveitafélaga á Vesturlandi styðji hins vegar frumvarpið og benda á að mikilvægt sé að gæta jafnræðis á milli landshluta varðandi notkun á vegakerfinu"

Í fréttinni stendur " Vegfarendur munu ekki lengur greiða fyrir að aka um Hvalfjarðargöngin " Einnig segir í fréttinni " að mikilvægt sé að gæta jafnræðis á milli landshluta varðandi notkun á vegakerfinu " Ríkið innkallar kvótann eins og 1. gr laga um stjórn fiskveiða hljóðar upp á. Sjómenn munu þar af leiðandi ekki þurfa að borga fyrir fiskinn sem þeir veiða með þátttöku í kvótakaupum og kvótaleigu. Nýliðar í greininni þurfa ekki að greiða svívirðilegar upphæðir fyrir það eitt að fá að stunda vinnu sína.

Álit mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna fjallar akkúrat um það að kvótakerfið brjóti mannréttindi og mismuni gróflega þegnunum. Hvað þar að gerast svo einhver vakni og átti sig á þessu? Með þetta mál fara stjórnmálamenn eins og það skipti hreint engu máli. Einkaklúbbur ráðherra vinnur að einhverju kafloðnu kjaftæði sem á að vera eitthvað svar við áliti nefndarinnar. Þetta snýst ekki um að svara, þetta snýst um að gera breytingar á þeim 180 dögum sem gefnir voru. 

Kvótakerfið hefur algjörlega brugðist því ætlunarverki sem það átti að gegna og það er samfélagsleg ábyrgð allra stjórnmálamanna að leggja það af. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband