Er Magnús Þór Hafsteinsson RASISTI...?

Eða erum við ekki einfaldlega að sjá eina þá ömurlegustu aðferð annarra flokka sem hægt er að hugsa sér til aðMagnús Þór Hafsteinsson upphefja sig yfir aumingjaskapinn í sjálfum sér, með útúrsnúningum á málefni sem verður fyrr eða síðar að ræða af fullri alvöru áður en í óefni er komið? Eða eru aðrir flokkar að breiða yfir rasistann í sjálfum sér á kostnað Frjálslynda Flokksins?

Hvað er að því að flytja mál um innflytjendur og hvernig best sé að standa að þeim málum og hvort við séum nægilega vel undir það búin? Eiga þeir innflytjendur sem hingað koma og við tökum á móti ekki skilið að við vöndum okkur og séum undir það búin og tökum vel á móti þeim?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ekki vil ég trúa því að Magnús sé rasisti en hann er klaufi. Að vísu fékk hann prik hjá mér í gær þegar hann sagði í Silfrinu að það væri óhugnalegt hvernig sumir létu á þingpöllum. Það var gott að heyra hann segja það.

Hitt er svo annað mál hvernig þessi umræða hefur verið. Magnús hefur talað eins og einn stærsti og öflugasti kaupstaður landsins fari fram af hengifluginu þó hingað komi nokkrir flóttamenn. Þetta er ekki góður málflutningur og ef ég væri Akurnesingur væri ég hundmóðgaður við manninn.

Akranes er fyrirmyndarbær sama hvernig á það er litið og ég er ekki í vafa um að þar verður þetta mál klárað  þar með sóma. Orðræða Magnúsar er í besta falli klaufaleg.

Svo má kannski bæta við að því mér finnst Magnús stundum svolítið öfgakenndur að hann væri manna vísastur til að berjast fyrir þetta fólk þegar það er komið hingað. Sjáum til, hann er örugglega ekki alvondur. 

Víðir Benediktsson, 19.5.2008 kl. 18:44

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Mér er alveg fyrirmunað að skilja hvernig fólk getur stokkið upp og öskrað rasisti um leið og talað er um innflytjendur. Þetta er þörf umræða og hana verður að taka hvor sem mönnum líkar það eða ekki.

Magnús Þór er kjarnyrtur og getur á stundum verið frekar klaufalegur í orðavali sem margir vilja túlka sem útlendingahatur. Eru allir 100% í orðavali? Nei því fer fjarri að svo sé og er ansi aumlegt að fylgjast með mörgum flytja sitt mál stamandi eins og mæðuveikar rollur sem gleymdu fölsku tönnunum heima og hafa í raun ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala.

Ef þessi umræða verður ekki tekin og vandað verður til verka þá getur hver heilbrigður íslendingur séð fyrir sér hvert þetta þjóðfélag stefnir. Nema þá að raunin sé sú að þeir heilbrigðu séu þeir einir sem styðja Frjálslynda Flokkinn og restin sé ekki á vetur setjandi. Það eitt getur útskýrt á fullnægjandi hátt fyrir síðuritara á hvaða plan margir vilja setja þessa umræðu.

Hallgrímur Guðmundsson, 19.5.2008 kl. 21:17

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Kjarri það er oft gaman að lesa greinar eftir Egil það er alveg rétt. Ég þakka Agli fyrir frábæra ókeypis auglýsingu á síðunni minni. Það er ekki á hverjum degi sem ríkisstarfsmenn vinna svona frítt fyrir einhvern venjulegan Jón út í bæ.

Hallgrímur Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband