Er Björn Bjarnason gengin í Vinstri Græna?

Það er engu líkara en Björn Bjarna og Steingrímur J séu loksins orðnir sammála. Í það minnsta er BjörnBjörn Bjarna á móti því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni. Það vita það allir að Steingrímur J er á móti öllu, sama hver andskotinn það er, þá bara er hann á móti því. Það kemur sjálfsagt sá dagur að Steingrímur J verður á móti sjálfum sér.

Björn Bjarna er að nálgast vin sinn Steingrím J á mjög skemmtilegan hátt, það er að segja að vera á móti málefninu. En nú vaknar spurning hjá mér. Er hægt að breyta stjórnarskránni bara sí svona eftir geðþótta ríkisstjórnarinnar? 

Valgerður Lómatjarnartrukkur talaði um það á alþingi í dag að ef það þyrfti að breyta stjórnarskránni þá væri það bara ekkert mál þá yrði það bara gert. Þarf ekki að samþykkja breytingar á stjórnarskránni á alþingi og síðan eftir næstu kosningar þá þarf aftur ákveðinn meirihluta á þinginu til að breyting geti átt sér stað á stjórnarskránni?

Reyndar kemur það ekkert á óvart að Björn Bjarna og hans flokksmenn sú á móti þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eru allt of lýðræðisleg vinnubrögð sem eru algjörlega óþekkt í þeim flokki.


mbl.is Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Karvel Guðmundsson

Ætli það þurfi ekki að taka upp gamla slagorðið "Báknið burt!" ??

Rúnar Karvel Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það væri ekki óvitlaust...

Hallgrímur Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 22:32

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Held Birni hafi aldrei líkað raddir almennings. Ef hann réði yrði trúlega aldrei kosið um neitt.

Víðir Benediktsson, 15.5.2008 kl. 23:18

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þetta er alveg hárrétt hjá þér Víðir.

Hallgrímur Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 23:21

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mér finnst vera gríðarlegt hagsmunamál fyrir almenning að ferli þessa seggs fari að ljúka sem fyrst.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.5.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband