fim. 15.5.2008
Lög sem brjóta lög.
"Ég tel að skipti miklu máli fyrir okkur að skilja ekki við þetta öðru vísu en þannig að hagsmunasamtökin hafi tekjulegan grundvöll. Þessi niðurstaða er einfaldlega ekki fengin ennþá, sagði Einar" Tilvitnun líkur.
Þessi lög brjóta lögin um félagafrelsi, þessi lög tryggja það að það verði nánast vonlaust fyrir önnur hagsmunasamtök að lifa. Þessi lög tryggja og eru eyrnamerkt tveimur ákveðnum hagsmunasamtökum. Þessi lög standast ekki stjórnarskrá. Það á að fella þessi ólög úr gildi.
Eðlilegt hlýtur að teljast að hagsmunasamtök lifi af félagsgjöldum þeirra sem í þeim vilja vera. Í dag er það ekki þannig. Ef þú kaupir krókabát þá ertu neyddur og skráður Rússneskri skráningu í LS hvort sem þér líkar betur eða verr. Síðan setur LS það í sínar samþykktir að þeir sem ekki vilji vera þar segi sig úr LS skriflega með 6 mánaða fyrirvara. Það stenst ekki heldur þar sem um sjálfvirka Rússneska skráningu er að ræða og það tekur enga 6 mánuði að ganga í LS. Öll gjöld skulu fara til LS þó svo menn kjósi það að vera í öðrum samtökum.
Hver stendur í veginum fyrir þessu, er stjórn LS að hafa áhrif á þetta? Nú hefur Líú lýst því yfir að þeir vilja láta afnema þessi lög og eðlilegast væri að samtökin innheimtu sjálf félagsgjöld sinna félagsmanna. Þessu er ég algjörlega sammála, það getur aldrei staðist að einstaklingar og fyrirtæki séu neyddir í samtök sem þeir vilja ekki vera í. Samtökin eiga að sjá sjálf um innheimtu sinna félagsgjalda.
Góðar stundir.
Flóknara en ég gerði ráð fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.