Hvernig hljómar sá rökstuðningur

að Einar K. Guðfinnsson hafi yfir höfuð eitthvað að gera sem sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra?Einar K Guðfinnsson Það hefur engu breytt þótt lagt sé fyrir þennan mann fagleg vinna og góður rökstuðningur. Og er ég að vitna í til dæmis hvernig menn hafa lagt fyrir faglega vinnu og góðan rökstuðning á villum Hafró, það hefur verið bent á farsæla lausn fyrir smábátana út úr kvótakerfis brjálæðinu.

Á ekkert er hlustað, frekar er farin sú leið að rakka menn niður og telja þá hættulega umhverfinu. Þótt staðreyndirnar blasi við og hlutirnir hríðversni er ekkert gert, haldið skal áfram á braut glötunar og faglega unnin og vel rökstudd mál eru meðhöndluð sem um landráð væri.

Það snýr að Einari K. Guðfinnssyni að rökstyðja það fyrir þjóðinni hvað hann telji sig hafa að gera í þessari vinnu, ræðan mætti byrja á loforðunum og síðan mætti hann rökstyðja árangurinn og efndirnar.

Góðar stundir. 


mbl.is Einar: Órökstuddar fullyrðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég veit ekki til þess að hann hafi alltaf rökstudd bullið í sér, honum finnst hann kannski ekki þurfa þess eða það sem verra er hann getur það ekki.

Jóhann Elíasson, 13.5.2008 kl. 21:23

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Einar er öndvegis lundaveiðimaður, með og án veiðikorts, það verður ekki frá honum tekið.

Víðir Benediktsson, 13.5.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband