GPG í vanda???

frétt á ruv.is

Uppsagnir hjá GPG í Noregi

"Mikil reiði er meðal starfsfólk íslensku saltfiskvinnslunnar GPG í Noregi eftir að öllum var sagt upp í gær. Um 100 manna vinna hjá GPG á fjórum stöðum í Norður-Noregi. Starfsfólk segist engar upplýsingar hafa fengið um stöðu fyrirtækisins og ástæður uppsagnanna.

Ekki næst í eigendur GPG á Íslandi. Þó er upplýst að þeir hafi átt símafundi í dag með norskum viðskiptabanka sínum um lausn vandans. Norska fyrirtækið hefur verið í eigu GPG Investment frá árinu 2003. Þar hefur saltfiskur verið verkaður úr 20 til 30.000 tonnum af fiski og ekki frést af erfiðleikum í rekstri síðustu árin.

 

Því kom starfsmönnum á óvart að öllum starfsmönnum í fjórum saltfiskvinnslum fyrirtækisins var sagt upp. „Við fáum engan upplýsingar frá stjórn fyrirtækisins og náum ekki einu sinni sambandi við þá og vitum ekkert hvað er að gerast", segir Rita Dale, trúnaðarmaður starfsmanna.

Stjórn fyrirtækisins er á Íslandi en þeir reka einnig GPG-fiskvinnslu á Húsavík. Sveitarstjórnarmenn hafa einnig látið í ljós óánægju með að engar upplýsingar fást frá Íslandi. Upplýst er að það var viðskiptabanki GPG í Noregi sem hætti fyrirgreiðslu fyrir fyrirtækið fyrr í vikunni vegna greiðsluerfiðleika.

Að sögn norska ríkisútvarpsins hafa viðræður staðið í dag í síma milli stjórnarinnar og bankans um lausn vandans og sjávarútvegsblaðið Fiskaren taldi í kvöld miklar líkur á að úr rættist. GPG á Íslandi og í Noregi eru saman með stærstu saltfisverkendum heims. Frá því í vetur hefur gengi norsku krónunnar hækkað verulega gangvart flestum öðrum gjaldmiðlum og það veldur útflytjendum sjávarafurða í Noregi erfiðleikum". Frétt lýkur.

Eitthvað eru Norðmenn ekki ánægðir með Íslensku aðferðina. Enda ku þeir vera vanir því að við fólkið sé talað, en á Íslandi er málunum hagað með öðru hætti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband