fös. 9.5.2008
Mokveiði víða um land og
Hafró algjörlega í ruglinu með sitt togararall. Þessi frétt núna og svo komu þessar fréttir um daginn.
Bátarnir sem róa frá Arnarstapa hafa verið að mokfiska að undanförnu. Einu sinni sem oftar kom netabáturinn Bárður með fullfermi um helgina, rúmlega tíu tonn, og þurfti að landa tvisvar sama daginn.
Pétur Pétursson skipstjóri á Bárði er því enn í sömu vandræðum og þegar Skessuhorn ræddi við hann fyrir mánuði síðan, að það gengur hratt á kvótann í góðu fiskiríi. Hjá Pétri eins og fleirum er glíman við að veiða ekki allan þorskinn áður en kemur að því að veiða aukategundirnar.
Handfærabátarnir hafa verið að koma með upp í tonn yfir daginn, sem þykir dágott.
Reimar Karlsson hafnarvörður á Arnarstapa miðar fiskiríið nú við það sem gerðist fyrir 6-8 árum þegar 40 tonnum var landað yfir daginn af um 30 bátum.
Síðustu dagana hefur bátum verið að fjölga í höfninni á Arnarstapa, en það er alltaf í kringum sumardaginn fyrsta sem bátarnir koma á sumarvertíðina. Núna eru komnir að sögn Reimars rúmlega 15 bátar, eða svipað því sem verið hefur síðustu sumur.
Reimar segir að vel hafi verið að veiðast bæði í netin og á handfærin. "Ég veit ekki hvað er að gerast, en það virðist vera nóg af þorski. Kannski þetta sé eins og 1967 þegar síldin mokveiddist en svo sást hún ekki aftur fyrr en einum 40 árum síðar að hún fór að veiðast hjá okkur aftur. Allavega held ég að þetta séu ekki síðustu þorskarnir sem þeir eru að veiða núna," segir Reimar.
Fjölmargar aðrar fréttir um mokveiði hafa borist á þessari vertíð og Hafró finnur ekki ugga í sínu heimasmíðaða móteli (togararalli) Máttur vísindanna er að stórskaða þetta þjóðfélag. Helsta verkefni sem framundan er að mínu mati er að rannsaka starfsaðferðir Hafró.
Mokveiði í Öxarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er góð veiði hjá þeim á Karólínu, Guðmundur Einarsson ÍS 155 kom með 17049 kg að landi 26.3.2007, rær yfirleitt með 36 bala, kannske þeir hafi verið eitthvað fleiri í þetta skiptið, uppistaðan var steinbítur.
Hallgrímur Óli Helgason, 9.5.2008 kl. 20:38
Sömu sögu er að segja af miðunum útaf sandgerði mokveiði ennþá á línu og mjög gott á handfærin bara þorskur og það góður fiskur
Gísli Guðjón Ólafsson, 9.5.2008 kl. 22:07
Takk fyrir þessar fréttir strákar, svona er þetta mjög víða. Hér í eina tíð þóttu það galdramenn sem fengu 100 kíló á balann og þótti fjölmiðlum ástæða til að fjalla um þá mokveiði og var þetta þó fyrir tíma kvótakerfisins. Í dag þykir ekkert sérstakt að fá bara 100 kíló á balann, hvað er þetta að segja okkur?
Hallgrímur Guðmundsson, 9.5.2008 kl. 22:48
Þetta segir okkur það sem hefur verið haldið fram lengi AÐ AÐFERÐIR HAFRÓ VIÐ AÐ MÆLA STOFNSTÆRÐINA ERU HANDÓNÝTAR OG AÐ VIÐ BÚUM VIÐ VERSTA FISKVEIÐISTJÓRNUNARKERFI Í HEIMI.
Jóhann Elíasson, 9.5.2008 kl. 23:00
Akkúrat Jói ég var bara að athuga hvort ég væri sá eini sem gerði mér grein fyrir þessu.... En sennilega eru helvíti margir sem hafa nákvæmlega sömu vitneskju um þetta...
Hallgrímur Guðmundsson, 9.5.2008 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.