Við höfum ekki efni á að

veiða úthafskarfann, það styttist í þessa yfirlýsingu, og margar aðrar fréttir af svakalegri stöðuAflaverðmæti útgerðarinnar. Þessu var hvíslað í eyrað á mér í kvöld og kemur í sjálfum sér ekkert á óvart. Það er einnig vandséð hvernig togveiðar geti yfir höfuð gengið eins og verðið er orðið á olíunni. Verð á ufsa er það lágt að hann verður ekki veiddur á þessu olíuverði í troll, einnig er vandséð hvernig ýsuveiðar geti gengið í troll eins og verðið er sem menn hafa verið fá í Englandi og smáu ýsuna hér heima.

Fyrir ekki margt löngu skrifaði ég um mína framtíðarsýn á þessu máli og er hún einföld, sjá hér. Togveiðar munu nánast leggjast af og við taka veiðar með kyrrstöðuveiðarfærum. Útlit fyrir lækkun á olíu er því miður hvergi sjáanleg í pípunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er ekki að  fara í gang aðgerð til þess að auka hlutdeild áhafnarinnar í olíukostnaði útgerðarinnar?  Það kæmi ekki á óvart.

Jóhann Elíasson, 8.5.2008 kl. 20:49

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ekki myndi mér bregða við það Jói...

Hallgrímur Guðmundsson, 9.5.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband