Er bananalýðveldið Ísland

á góðri leið með að koma sér í hroðalega stöðu gagnvart alþjóðasamfélaginu?Einar K Guðfinnsson Ef marka má viðbrögð sjávarútvegsráðherra sem kom fram í svari hans við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins þá eru stjórnvöld á góðri leið með að koma Íslandi í þessa hroðalegu stöðu. Í frétt á vísir.is kemur meðal annars þetta fram, "Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra benti á að hann hefði lýst því yfir að álitið yrði tekið alvarlega og þá bætti hann við að álitinu yrði svarað. Hann hefði efasemdir um röksemdarfærsluna á bak við niðurstöðu mannréttindanefndarinnar en það breytti því ekki að álitinu yrði svarað. Svarið væri bæði fræðilegt og pólitískt. Fræðimenn hefðu verið kallaðir til að vinnslu svarsins og svo þyrfti ríkisstjórnin að komast að sameiginlegri niðurstöðu í svarinu. Hann vonaðist til að geta kynnt svarið fyrir þingheimi áður en þingið færi í sumarfrí" Tilvitnun lýkur.

Þarna kemur klárlega í ljós að mannréttindi á Íslandi eru háð pólitískum duttlungum. Hvar í hinum siðmenntaði heimi eru mannréttindi metin eftir pólitískum duttlungum og hagsmunum örfárra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Kemur aldrei fram hjá honum hvað þeir hyggjast gera gagnvart þessum mannréttindabrotum, bara svara því fræðilega og pólitískt, maður á oft erfitt með að skilja hvað hann er að tala um stundum, kannast aðeins við hann, var útgerðarstjóri þegar ég var á sjó hjá EG stuttan tíma, ætla nú ekki að tjá mig um það svo allir heyri og lesi.

Hallgrímur Óli Helgason, 7.5.2008 kl. 23:02

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Nei nafni það átti greinilega í upphafi að þegja málið í hel, en þar sem það mistókst þá hefur einhver einkaklúbbur unnið í þessu og mín tilfinning er sú að þá að reyna að gera ekki neitt.

Fáránlegast af öllu er að Einar K heldur enn að þeir hafi fengið 180 til að svara, þeir fengu 180 til að gera lagfæringar á kerfinu. Undrun mín er enn meiri að það skuli enginn á þinginu sjá ástæðu til að benda á þetta. 

Hallgrímur Guðmundsson, 7.5.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Davíð Þorvaldur Magnússon

Ég legg áherslu á að allar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eiga að vera þróun en ekki kollsteypur.“tilvitnun líkur

Davíð Þorvaldur Magnússon, 9.5.2008 kl. 18:10

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Davíð, þetta er frábær setning hjá gaurnum.

Hallgrímur Guðmundsson, 9.5.2008 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband