mið. 7.5.2008
Vont að búa í landi sem
setur mannréttindi ekki ofar öllu. Tímamörkin sem Íslensk stjórnvöld fengu til þess að bregðast við áliti mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna um kvótakerfið er senn á þrotum. Eins og allir vita voru gefnir 180 dagar til að bregðast við og gera viðunnandi breytingar á kerfinu. Í dag eru 33 dagar eftir og ekkert bólar á neinum breytingum.
Einu viðbrögðin sem sýnd hafa verið eru á þá leið að það hreinlega þurfi ekkert að gera, þessi nefnd hafi nákvæmlega ekkert að segja, hvað þá heldur að það þurfi að fara eftir henni. Margir og sumir ráðherrar meðtaldir hafa gengið svo langt að horfa frekar í það sem minnihluti nefndarinnar sagði. Einnig hafa menn gengið svo langt að segja þennan meirihluta nefndarinnar sem úrskurðaði kvótakerfið sem grófa mismunun og mannréttindabrot koma frá svo vafasömum löndum að ótækt væri að hlusta á þá og þeirra álit. Mikill er máttur hrokans.
Mikið hefur verið rætt um mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar að undanförnu og er það vel. Mér er spurn, eru mannréttindi ekki fyrir alla? Eðlilega kemur þessi spurning þar sem áhersla á mannréttindi okkar sem á landsbyggðinni búum virðast ekki vera þau sömu og íbúa borgarinnar. Það er í það minnsta sjálfsagt að brjóta þau af stjórnvöldum og allir steinhalda kjafti.
Ef Sjávarútvegsráðherra vil frekar horfa á það sem minnihluti mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna sagði hvað segir það okkur um lýðræðið? Er þá nóg að stjórnarandstaðan leggi til frumvarp til laga sem fær ekki meirihluta atkvæða í þinginu og það verði að lögum? Þetta er nákvæmlega sama þvælan og að þeir sem horfa frekar í það sem minnihluti nefndarinnar sagði og það sé það sem mark er á takandi.
Hvernig svo sem menn reyna að réttlæta það að hunsa beri þetta álit nefndarinnar eru þeir hinir sömu á vægast sagt vafasamri leið í sínum rökstuðningi. Svo hart hefur meira að segja ráðherra gengið fram og rökstutt mál sitt með tilvitnunum í svo sem, gríðarlega efnahagslegt mál. Mannréttindabrot á sem sagt að réttlæta í skjóli efnahags, gróðafíknar og græðgi.
Klukkan tifar og fresturinn er að renna út, ráðherra liggur á málinu eins og um hernaðarleyndarmál sé að ræða. Eru mannréttindi hernaðarleyndarmál? Hvar er samvinna stjórnvalda við hagsmunaaðila í greininni? Þetta mál verður ekki leyst með friðsömum hætti ef einræðisákvarðanir ráða för og eða pólitískar ákvarðanir hafðar að leiðarljósi. Mannréttindi eru einfaldlega ekki pólitísk ákvörðun eða þá ákveðin út frá efnahagslegum ákvörðunum. Það er alveg klárt.
Brot á mannréttindum og mismunun þegnanna svo ekki sé nú talað um brot á stjórnarskrá Lýðveldisins er saknæmt athæfi, því skulum við aldrei gleyma.
Góðar stundir.
Fjármunum varið í einstök mannréttindaverkefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svo brjóta sýslumenn mannréttindi líka. Samkvæmt umboðsmanni barna eru þeir 66 dagar á ári sem Inger L Jónsdóttir sýslumaður á Eskifirði úrskurðaði mér í umgengni við son minn klárt mannréttindabrot. Svo til að toppa það lagði dómsmálaráðuneytið blessun sína yfir þessi mannréttindabrot. þú getur skoðað þetta nánar á blogginu mínu. Ég setti inn færslu þar um þetta.
Jóhann Kristjánsson, 7.5.2008 kl. 09:20
66 dagar á ári gera u.þ.b 18% af árinu, hefur umræddur sýslumaður ekki lesið Barnasáttmála SÞ, sem Ísland er aðili að, en þar stendur að barn eigi rétt á jafnri umgengni við BÁÐA blóðforeldra sína.
Jóhann Elíasson, 7.5.2008 kl. 11:11
Miðað við sem ég hef séð af verkum Inger er hún bæði ólæs og óskrifandi. Og sennilega hefur toppstykkið verið fyllt með hálmi sem er ekki einu sinni nothæfur í undirburð undir svín.
Jóhann Kristjánsson, 7.5.2008 kl. 12:10
Eru þau nokkuð tengd ættarböndum Inger þessi og Þvagleggur á Selfossi? Þetta sem þú lýsir með hálminn er eitthvað svo svipað og þar gæti verið á ferðinni...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.5.2008 kl. 16:34
Þurfum við ekki nýja stjórnarskrá fyrst sem felur í sér réttindi þegnanna. ÉG er samt ekki að ná því að borg hafi mannréttindaskrifstofu,hélt þetta væri ríkismál. Er kannski meining að hver bær og sveitafélag hafi sína mannréttindaskrifstofu hér á landi.
Valdimar Samúelsson, 7.5.2008 kl. 19:19
Ekki veit ég með Inger og þvaglegginn. En eitt veit ég .. að Helgi Jensson sýslumannsfulltrúi á Eskifirði og barnsmóðir mín eru tengd
Jóhann Kristjánsson, 7.5.2008 kl. 19:32
Ok, já þetta er lítið samfélag og stundumerfitt að fá hlutlausa meðferð á málin, því miður.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.5.2008 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.