Við rákum þessa helvítis lúða

vegna þess að ekki hafi náðst sá árangur í rekstri verksmiðjunnar sem stefnt hafi verið að lengi.Akranes Haft er eftir Eggert Guðmundssyni forstjóra Granda að ráðnir verði nýir "(hæfir geri ég ráð fyrir)" starfsmenn í stað fjórmenninganna, en þessi ráðstöfun þýði engan veginn að áform sé uppi um að leggja niður rekstur verksmiðjunnar á Akranesi, heldur sé stefnt að því að tryggja að rekstur verksmiðjunnar verði ásættanlegur.

Svona má alveg túlka þessa frétt hér.  Það var sem sagt þessum starfsmönnum að kenna að viðeigandi rekstur náðist ekki. Örugg og staðföst stjórn og forstjóri Granda hafa fundið heppileg fórnarlömb fyrir slæmum rekstri fiskimjölsverksmiðjunnar og losað sig við þessa algjörlega vanhæfu ræfla sem gátu ekki með nokkru móti rekið draslið á vitrænan hátt. En hvað á vitsmunaberið sem ekki var rekið og er starfsmaður í mötuneytinu að gera? Hefur einhver svar við því?

HB_GRANDI_logoVið erum að horfa upp á alveg glænýjan fyrirslátt fyrir uppsögnum starfsmanna fyrirtækja. Eitthvað segir mér nú samt að þessir starfsmenn hafi lítið komið nálægt ákvörðunartöku forstjóra Granda um tilhögun á rekstri fyrirtækisins. Ekki efast ég um hæfni þessara manna sem misstu vinnuna sína og sjálfsagt hafa þeir unnið gott og óeigingjarnt starf fyrir vinnuveitenda sinn, en um vinnuveitandann ætla ég að leyfa mér að setja???????? við.

Þvílík skilaboð, forstjórarnir sem þiggja margföld verkamannalaun eru ekki ábyrgir fyrir rekstrinum og að hann sé í lagi, nei starfsmennirnir á gólfinu er ábyrgir og þá ber skilyrðislaust að reka eins og hunda þegar misvitrar ákvarðanir stjórnendanna ganga ekki upp. Svona er Ísland í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband