Skagamenn píslavottar fantaskapar

besta fiskveiðistjórnunarkerfis í heimi. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sakarHB Grandi HB Granda um fantaskap, fantaskapurinn sem Vilhjálmur talar um er því miður útbreiddur um allt Ísland. Þau eru ekki ófá sjávarþorpin sem orðið hafa fyrir barðinu á því sem ég vil kalla skrímsli græðisstefnunnar (kvótans). Stefna Íslendinga í sjávarútvegi er því miður farin að snúast um eitthvað allt annað en það sem í upphafi var lagt á stað með.

Óábyrg stefna stjórnvalda undangenginna ára hefur komið sjávarútveginum á Íslandi út í horn með gengdarlausri skuldasöfnun sem vandséð er hvernig verður borguð. Allt tal um hagkvæman, arðsaman, ábyrgan og sjálfbæran sjávarútveg eru orð sem eiga kannski við í einhverju öðru landi, það er einungis hræsni af sverustu sort að viðhafa þau orð um sjávarútveginn á Íslandi.

AkranesHvernig sem á því stendur þá þegja bæjar og sveitastjórnir þunnu hljóði um álit mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna þar sem kótakerfið er dæmt í ruslið, verkalýðsfélögin í landinu steinhalda kjafti um þetta líka og eru þarf af leiðandi bullandi meðvirk vitleysunni. Meðan enginn segir neitt heldur þetta svona áfram og á eftir að verða margfalt verra en er í dag. Margir spyrja sig sjálfsagt núna, hvernig er það hægt? Því er einfalt að svara, það eru ennþá til einyrkjar í útgerð og vinnslu og nokkur þorp eru ennþá á lífi. 

Það er ekkert langt þangað til að þessir einyrkjar verða gleyptir að græðgistefnunni og viðurværi fólksins sem enn hefur eitthvað smáræði fyrir sig og sína í þorpunum verður innleyst af sömu stefnu. Því miður er þetta ekki bara svartsýnishjal höfundar, þetta eru blákaldar staðreyndir.

Er verkalýðsforustan virkilega eins handónýt og ég skrifaði um á baráttudegi verkalýðsins 1 Maí. ÉgVerkalýðsfélag held að það sé kominn tími á að þessi svokallaða verkalýðsforusta fari að snúa sér að því að verja rétt félagsmanna sinna af einhverri alvöru. Fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða er ekki bara uppá punt, hún er forsendan fyrir því að atvinna á landsbyggðinni skuli vera tryggð. Samt sem áður er verið að stúta hverju byggðarlaginu á eftir öðru og verkalýðsforustan steinheldur kjafti um þau mannréttindabrot sem framin eru á félagsmönnum sínum.

FagurgalinnEru Íslendingar virkilega svona miklir aumingjar að það er hægt að meðhöndla lýðinn á hvaða hátt sem er? Dugar það kengbeygðum atvinnulausum lýðnum að fá frítt kaffi á tyllidögum og hlusta á fagurgalann flytja ræðu sem einhver annar samdi fyrir hann. Ég nánast staðhæfi að þeir fagurgalar sem ræðurnar flytja fyrir lýðinn á tyllidögum skilji ekkert í því sem þeir eru að tala um (enda ekki samið af þeim sjálfum). Í það minnsta eru verk þeirra til skammar og nægir að telja til laun hins almenna verkamanns og atvinuöryggi fólksins, sem meira að segja er bundið í lög.


mbl.is Sakar HB Granda um fantaskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hér er ekkert ofsagt Halli, en djöfull er ég smeikur um að við séum bara búnir að sjá í hornið á vandræðunum.

Samdráttur í þorski á næsta ári, ekki stór en eitthvað eftir bókinni. Samdráttur í ýsu einhver 25% eða svo, að minnsta kosti og svo mætti lengi telja, síðan kemur öll hagræðingin í kjölfarið...... Eitthvað sem passar illa inní ástandið í landinu?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.5.2008 kl. 10:37

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Mín tilfinning er sú að vandræðin séu bara á byrjunarstigi, ég þori ekki, (ekki ennþá) að skrifa nákvæmlega það sem ég held að eigi eftir að koma upp, en einn daginn gerir maður það sjálfsagt.

Hallgrímur Guðmundsson, 6.5.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband