lau. 3.5.2008
Ætli Guðni skilji
sjálfur hvað hann var að telja upp. Mér er það alveg til efa að halda hvað þá heldur trúa því. Miklu líklegra hefur einhver úr öðrum flokki skrifað þetta upp fyrir bóndann eða hann fundið þennan blaðsnepil sem þessi viska stóð á. Við skulum ekki gleyma því að Framsókn sat í ríkisstjórn í áraraðir og gleymdi alveg hlutverki sínu á tímum uppgangs að sína aðhald í ríkisrekstri og geyma til mögru áranna. Ára sem við erum einmitt að sigla á hraðferð inn í.
Nei bóndinn hann Guðni sló á öll viðvörunarorð eins og samstarfsflokkurinn í þeirri stjórn og hélt því statt og stöðugt fram að mjúk lendin væri framundan, jafnvægið og stöðugleikinn einstakur og ekkert að óttast. Ragnar Reykás hvað? Eða er heilnæma sveitaloftið ekki betra en þetta?
Guðni: Það er runnin upp ögurstund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég efast ekki um að þetta hafi komið úr hans ranni, enda vel mælt og rétt eins og hans er siður.
Þú spyrð um aðhald í ríkisrekstri, það getur verið að jákvæð afkoma ríkissjóðs hefði getað verið betri síðusta áratuginn, lengi má gott bæta. En vonandi sérðu líka að fjárlög núverandi ríkisstjórnar hafa vakið upp spurningar hjá seðlabankanum, greiningardeildum og almenningi.
Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar hafa lítið gert til að tryggja áframhaldandi jákvæða afkomu ríkissjóðs, það er nú heila málið.
Jón Finnbogason, 3.5.2008 kl. 16:43
Það sjá það allir sem opna fyrir 5% af skilningarvitunum að núverandi stjórn er ekki að gera nokkur skapaðan hlut. Jákvæð og góð staða ríkissjóð síðasta áratug segir þú, hún var svo jákvæð að eftir stóð..... NÚLL. Eða var öllu eytt í hvelli á nokkrum mánuðum eftir að framsókn slátraði sjálfum sér og datt út úr ríkisstjórn?
Hallgrímur Guðmundsson, 3.5.2008 kl. 16:51
Er ekki enn verið að bíta úr nálinni með kosningavíxla Framsóknar? Ekki reyna að segja mér að loforðaflaumurinn fyrir kosningar hafi ekkert kostað, svo kemur þessi "fornmaður" og botnar ekki neitt í neinu. Endemis aular.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.5.2008 kl. 21:23
Framsókn er sá flokkur enn þá til?
Hallgrímur Guðmundsson, 3.5.2008 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.