lau. 3.5.2008
Upplýsingaskylda gagnvart almenningi.
Hver hefur þeirri skyldu að gegna að upplýsa almenning um hver andskotin er að gerast á opinn hreinskilinn og heiðarlegan hátt? Hvert fyrirtækið á fætur öðru flýr með skottið á milli lappanna af markaði. Önnur reyna að selja það sem hægt er. Bankarnir í aðförum að fyrirtækjum og almenningi. Einnig virðist allt vera að frosna í þjóðfélaginu, húsnæðismarkaðurinn, hlutabréfamarkaðurinn, sjávarútvegurinn, bankakerfið, vaxandi atvinnuleysi, kaupmátturinn farin til feðra sinna, verðbólgan á hraðferð, vextir í glæpsamlegum hæðum, vaxandi órói hjá hinu opinbera, almenningur á barmi uppreisnar og svona er hægt að telja upp eins lengi og mann langar.
Stjórnvöld láta sem ekkert sé á meðan Seðlabankinn spáir verðhruni á eignum landsmanna. Vísindaelítan á Hafró gengur sjálfala í hryðjuverkastarfsemi gagnvart fiskistofnum og efnahag þjóðarinnar. Ríkisstjórnin á eilífðarflakki í vinsældaratkvæðasöfnun fyrir snobbið eitt og sér. Á meðan horfir almenningur á vonlausa stöðu framtíðarinnar og afkomenda sinna.
Hefur í alvörunni enginn hugrekki í að stíga fram og segja fólki satt og rétt frá? Er eina lausnin að kalla enn og aftur eftir þjóðarsátt og við borgum fyrir misheppnaða einkavinavæðingu bankanna og þeirra óráðsíu sem þar hefur verið framkvæmd? Svo ekki sé talað um algjörlega misheppnaða efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar bæði núverandi og fyrri stjórn. Sem reyndar hugmyndsmiðurinn Davíð nokkur Oddsson gagnrýndi svo glæsilega á upphafsdögum sínum sem Seðlabankastjóri.
Héldu menn í alvöru að það væri innistæða fyrir öllum A4 blaðsneplunum með fínu nöfnunum á og kallast hlutabréf. Mér vitanlega þá þarf í upphafi að vera til raunverulegt fjármagn svo hægt sé að ávaxta það án mikillar áhættu. Og raunverulegt fjármagn verður ekki til bara á því einu að tvenn eða fleiri jakkaföt blaðri það til. Það er því miður ekki gömul og úrelt þjóðsaga að það þurfi í alvörunni að framleiða eitthvað til að búa til raunverulegt fjármagn.
Góðar stundir.
Velta með hlutabréf dregst saman um 40% milli ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kauphallarviðskipti er bara fínt nafn yfir spilafíkn. Þó er sá munur á að hinn "venjulegi" tekur bara sig og sína nánustu með í fallinu en kauphallabraskarar taka almenning með sér.
Víðir Benediktsson, 3.5.2008 kl. 07:23
Það er erfitt Halli minn, að vera ósammála þér um nokkurn hlut í þessu skrifi, því miður.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.5.2008 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.