fös. 2.5.2008
Hrun Samfylkingarinnar er ekki þeim að kenna
Ef marka má skrif Dofra Hermannssonar sjá hér, þá er það hreint ekki þeim sjálfum að kenna hvernig fylgið hefur hrunið af Samfylkingunni. Skýringuna er a finna í eldgömlum hundum Sjálfstæðisflokksins sem vonlaust er að kenna nýja siði og aðlaga sig breyttu umhverfi.
Gaman hefði verið að sjá hvernig Dofri hefði skrifað ef um fylgisaukningu hefði verið að ræða. Hann hefði sjálfsagt ekki legið á liði sínu við að upphefja þaulreynda eldgamla hunda Sjálfstæðisflokksins og hversu einstaklega gott væri að vinna með þeim. Mér er spurn er þessi stjórn hæf hlutverki sínu? Dofri er farinn í dauðaleit að blóraböggli og skemmst er að minnast skrifa sem Össur hefur látið frá sér fara.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.