fim. 1.5.2008
Handónýt Verkalýðsforusta
Fróðlegt verður að sjá hvernig Verkalýðsforustan nýtir daginn í dag. Mun verkalýðsforustan rísa upp úr Þyrnirósasvefninum og krefjast þess að stjórnvöld virði úrskurð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfið? Hvar er forustumenn í sjómannafélögunum, er það orðið þeirra aðalvinna að senda félagsmönnum blaðsnepla um hvað félögin eiga flott sumarhús hingað og þangað um heiminn sem standa félagsmönum til boða á misgóðum kjörum?
Sættir almenningur sig virkilega við það að brotin séu mannréttindi til þess eins að örfáir útvaldir geti rænt sameiginlegri auðlind þjóðarinnar og þar með vinnunni frá þeim sér til handa og beitt síðan þegnana þrælahaldsstefnu, allt í skjóli mannréttindabrota?
Dagskráin sem auglýst er með þessari frétt ber vott um algjört hug og dugleysi. Myndlistar og kvikmyndarsýning, lúðrasveitarblástur og kaffi, kvennakór, heimspekiumræður og glæsileg hátíðardagskrá svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er reyndar allt sem nefnt er. Glæsilegt framtak verkalýðsforustunnar er einstakt, baráttudagur verkalýðsins er sem sagt orðinn að hátíðisdegi.
Hverju er verið að fagna? Hátíðardagskráin t.d. á Akranesi er haldin í skugga brotthvarfs fiskvinnslu á staðnum, þökk sé mannréttindabrotastefnu stjórnvalda, verkalýðsforustan röltir í hægðum sínum þröngan hring í bænum, kvennakórinn syngur á meðan kengbeygður lýðurinn þiggur frítt kaffi.
Að mínu mati er þetta til skammar fyrir Verkalýðsforustuna, bæirnir hafa verið rændir uppruna sínum, verkalýðsforusta steinheldur kjafti og býður í besta falli upp á kaffi og pönnukökur.
Kröfuganga frá Hlemmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Verkalýðsforystan hefur ekki það aðhald áhugasamrar grasrótar sem hún þarf til þess að halda heilsu.
Annars vil ég benda þér á 1. maí-ákall Rauðs vettvangs.
Vésteinn Valgarðsson, 2.5.2008 kl. 02:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.