mið. 30.4.2008
Aðalsteinn Jónsson er dáinn.
Eða Alli Ríki eins og flestir Íslendingar þekktu undir þessu nafni. Ég var svo lánsamur að kynnast Alla og var það alveg eintök upplifun að sjá hvernig Alli lifði sig algjörlega inn í þann atvinnurekstur sem hann stundaði. Ég landaði í vinnsluna hjá Alla rækju eitt sumar og haust og skipti það Alla engu hvort væru hans eigin skip eða aðrir Alli vissi allt um alla. Hann var vaknaður og mættur í sína vinnu þegar aðrir voru að ganga til hvílu, hringjandi eftir fréttum af sjónum í alla sem voru í viðskiptum við hann. Alli var einstakur og stundum velti maður því fyrir sér "sefur karlinn aldrei" þegar maður var að koma inn til löndunar kl 4 að nóttu þá var hann mættur sprækur sem unglingsstrákur, dagurinn hjá honum var þá venjulega löngu byrjaður. Minning um harðduglegan og góðan mann lifir í huga mínum og votta ég aðstandendum Alla mína dýpstu samúð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sennilega er þar farinn síðasti "alvöruútgerðarmaðurinn". Blessuð sé minning hans.
Jóhann Elíasson, 30.4.2008 kl. 11:18
Því miður þá er þetta sennilega rétt hjá þér Jói.
Hallgrímur Guðmundsson, 30.4.2008 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.