Hvert stefnir?

Það sem af er þessu fiskveiðiári hefur mátt lesa fréttir af því hvað verðmætin hafa aukist svo og svoAflaverðmæti mikið. Í sjálfum sér kom það ekkert á óvart að fréttaflutningurinn væri á þá leið, þar sem flestir virðast vera í algjörri afneitun um raunverulegt ástand. Nú bregður svo við að raunveruleikinn er að koma á hraðferð í afturendann á þeim sem í afneituninni hafa lifað.

Í fréttinni segir meðal annars "Fyrstu þrjá mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruútflutnings 10,1 milljarði eða 11,4% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 41% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 15,4% minna en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru nær helmingur alls útflutnings og var verðmæti þeirra 11,7% meira en árið áður. Mestur samdráttur varð í útflutningi skipa og flugvéla og sjávarafurða, aðallega frystra flaka, en á móti kom aukning í útflutningi á áli" Tilvitnun lýkur.

BrottkastÞetta á bara eftir að hríðversna þar sem margir eru langt komnir og jafnvel búnir með kvótana sína. Einnig eru margir komnir í þá stöðu að geta ekki klárað það sem þeir eiga vegna skorts á öðrum tegundum. Þessi stefna sem við erum að framfylgja í fiskveiðum og stjórn fiskveiða sem kölluð er svo gríðarlega ábyrg og hagkvæm er að troða sér á áður óþekktum hraða upp í afturendann á þjóðfélaginu með tilheyrandi sársauka og aukaverkum að sambærilegt ástand er vandfundið. Hvað ætlum við að henda miklum verðmætum í sjóinn áður en stjórnvöld vakan til lífsins og viðurkenni vonlausa fiskveiðistjórnun?

Samdráttur upp á 15,4% í útflutningi Sjávarafurða samhliða gríðarlegri hækkun á olíu og öllum öðrum innfluttum aðföngum sem útgerðin getur ekki án verið er farin að bitna illa á mörgum. Samt skal haldið áfram og lifað í afneitun frekar en viðurkenna vandann. Það sem eftir lifir af þessu fiskveiðiári er ekki bjart, lífið við sjávarsíðuna er að lognast útaf.

Ábyrgðarlaus og gagnrýnislaus störf Hafró eiga stóran þátt í þessu vandamáli. Hver axlar þá ábyrgð að vísindi sem byggð eru á vægast sagt hæpnum forsendum hafi afkomu heilla þjóðar í höndunum? Það verður að teljast gjörsamlega ábyrgðarlaust af stjórnvöldum ef þau ekki átta sig á því að þetta þjóðfélag verður að auka framleiðslu sína og það strax. Það verður ekki gert á annan hátt en auka veiðar sem er að mínu mati og fjölda annarra með öllu áhættulaust. Uppbygging á hátækniiðnaði og reyndar iðnaði almennt tekur nokkur ár, það er eitthvað sem þetta þjóðfélag hefur tæplega efni á.


mbl.is Aukinn halli á vöruskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af framtíðinni Halli, því eins og ráðamenn þjóðarinnar sögðu, þá tekur FJÁRMÁLAGEIRINN af okkur fallið (sjávarútvegurinn skiptir þjóðarbúið afskaplega litlu og er mest til trafala).  Annars er ríkisstjórnin (að sögn) að vinna í að laga efnahagsmálin og þar á bæ er unnið "baki brotnu" en ég verð bara að segja eins og er að ég sé enga misfellu í bakinu á þessu liði í þau fáu skipti sem ég hef barið það augum hér á landi.

Jóhann Elíasson, 30.4.2008 kl. 10:55

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það er látið sem allt sé í þessu fína og engin misfella á neinu. Raunveruleikinn kemur í ljós það er engin hætta á öðru. Hvernig sem svo menn ætla sér að glíma við það er ég ansi hræddur um að það verði of seint í afturendann gripið.

Hallgrímur Guðmundsson, 30.4.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband