Hinn nýi atvinnuvegur þjóðarinnar

fjármálamarkaðurinn sem á að redda þjóðfélaginu í gegnum niðurskurðinn á þorskaflanum stendur í_gimmeakiss blóma, eða hvað? Hagsæld, stöðugleiki, kaupmáttaraukning, lítið atvinuleysi, góð og ábyrg efnahagsstjórn, svo ekki sé nú talað um frábæra stöðu ríkissjóðs sem eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar hljóma frekar kjánalega og hafa reyndar gert frá upphafi.

Húsnæðismarkaðurinn helfrosin, útgerð og vinnsla að sigla meira og minna í strand, fjármálamarkaðurinn sem öskustó, gengið í frjálsu flugi, verðbólgan aldrei hærri, fjárlögin handónýt, kjarasamningar brostnir, upplausn hjá ríkisstarfsmönnum, fjöldauppsagnir nánast að verða daglegt brauð og hamingjusamir ráðherrar á einkaþotum. Er ekki Ísland dásamlegt?


mbl.is Hlutabréf lækkuðu í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú, jú allt í lukkunnar velstandi.  Ráðherrarnir okkar, sem öllu redda og eru með lausnir á öllu, hljóta að vera á einhverjum sterkum lyfjum, en ég spyr:  AF HVERJU FÁUM VIÐ ENGIN LYF, sem þurfum að þola öll þessi ósköp?

Jóhann Elíasson, 29.4.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Eins og þú sérð Jói minn þá hafa sumir þeirra ekki fengið nein lyf, einungis nýjar tennur...

Hallgrímur Guðmundsson, 29.4.2008 kl. 17:22

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það verður gaman að fylgjast með hvað menn ætla að hafa sér til dundurs við sjávarsíðuna síðustu svona þrjá mánuði fiskveiðiársins. Það verður einhversstaðar þröngt í búi trúi ég, og ekki fer liðið í byggingarvinnu...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.4.2008 kl. 19:05

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Skemmtilegur pistill og góð mynd af ráðherranum, verst að það sét ekki hver hann er? Veist þú hver þetta er Halli minn ?

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.4.2008 kl. 00:08

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk fyrir það félagi. Mér var sagt að þetta væri Nojarinn á leið í vorhreinsun.... Sel það ekki dýrara en ég keypti....

Hallgrímur Guðmundsson, 30.4.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband