mán. 28.4.2008
Máttur vísindanna er einstakur.
Hávísindalegar rannsóknir leiddu það í ljós að fiskur sem hefur sporð syndir á milli staða. Það þurfti ekkert minna en Veiðimálastofnun og eitt stykki Háskóla með styrk frá LS til að komast að þessari merku niðurstöðu. Það væri þá ekki úr vegi að þessir aðilar miðluðu reynslu sinni til Hafró, því þar á bæ virðist sú einkennilega hugsun vera í gangi að fiskurinn syndir akkúrat ekkert. Í .að minnsta ef við skoðum hvernig Hafró framkvæmir sínar rannsóknir og er ég þá að tala um togara og netarallið.
Reyndar komst Hafró að því að þorskur sem merktur var við SA - land synti Norður fyrir land og hrygndi þar. Þetta er reyndar svo glæný uppgötun hjá Hafró að þar á bæ eru menn sjálfsagt enn að þiggja áfallahjálp yfir þessum óvæntu tíðindum.
Mikil yfirferð á grásleppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.