Hvert stefnir Ísland með "kvótakerfinu" - hvað ber framtíðin í skauti sér?

Tryggvi Helgason skrifar: 
 
Ég set hér fram mínar hugleiðingar um það, hvað ég óttast að sé að gerast, - smátt og smátt, - meðBíldudalur hinni íslensku þjóð. 

Þá á ég fyrst og fremst við þetta fyrirbæri "kvótakerfið" sem bitnar hvað harðast á sjálfstæðri útgerð hinna minni fiskiskipa á útgerðarstöðunum allt í kringum landið.

Þótt ég hafi aldrei stundað sjómennsku þá kviknaði áhugi minn á þessum málum fyrir alvöru þegar ég ferðaðist um Vestfirðina um aldamótin. Móðir mín var frá Vestfjörðunum og hún talaði ávallt svo fallega um allt frá sínum heimahögum. Því ber ég hlýjan hug til Vestfjarðanna og tekur sárt að sjá hversu staðirnir hrörna niður.

Á þessu ferðalagi mínu og félaga míns, komum við á flesta staðina vestra. Það var ömurlegt að sjá hvílík dauðakyrrð hvíldi yfir sumum staðanna. Á einum staðnum var engan að sjá við höfnina, enginn reykur nokkurs staðar, enginn bátur á ferð,  en veður var sem best á kosið, logn og bjartviðri. Loks fundum við mann og hann sagði að allir væru löngu búnir með "kvótann" - sumir kláruðu sitt á einni viku, sagði hann.

Ég tel að þessi svokölluðu "kvótalög" sem Alþingi setti á sínum tíma séu ólög. Alþingi hefur, - að mínu mati, - hvorki heimild né rétt né vald til þess að setja lög sem svipta menn frelsi og sjálfstæði, - og þar að auki, að taka frelsið af sumum og gefa það öðrum, - það er einhverjum sérstökum, útvöldum. Slíkt held ég að eigi sér engan stað í lögum, og að þessi "kvótalög" samræmist ekki stjórnarskránni.

Þá tel ég, að með setningu og samþykki þessara fiskveiðilaga, þá hafi Alþingi í raun og veru afnumið mannréttindi þegnanna.
39aRikisstjornGHHII
Síðan þá hafi Alþingi, ásamt með sitjandi ríkisstjórnum, hótað sjómönnum og útvegsmönnum valdbeitingu og eignaupptöku, ef þegnarnir gæfu ekki upp mannréttindi sín möglunarlaust, formálalaust og skilyrðislaust.

Þingmenn eru ráðnir til starfa af þegnum landsins til þess að starfa í þágu þegnanna, fyrir sameiginlegar þarfir og markmið landsmanna að leiðarljósi, og þeim er borgað fyrir það af landsmönnum. Sturla Jónsson

Óánægja og mótmæli vörubílstóra að undanförnu benda þó til þess að Alþingi og ríkisstjórn hafi misskilið hlutverk sitt. En það virðist vera nokkuð líkt með málum bílstjóra og sjómanna, að þing og stjórn landsins tekur ekkert mið af óskum og kröfum þessara stétta. Þess í stað virðist sem þing og stjórn telji sig geta stjórnað með einræði og þurfi ekki að taka tillit til óska um breytingar, jafnvel þótt þær óskir séu sennilega í samræmi við vilja meirihluta þjóðarinnar. En það er öllum hugsandi mönnum það mjög vel ljóst, að ef einhverju á að breyta til batnaðar og gefa mönnum frelsið til baka á ný, þá verður það að koma frá Alþingi, - þessu sama Alþingi sem svipti mannréttindunum af landsbyggðarfólkinu, fyrir allmörgum árum.
Isafjordur
Auðvitað vekur það upp spurningar um það, hvernig það megi gerast. Það er ljóst að einungis fáir af þeim þingmönnum sem nú sitja á þingi, eru því fylgjandi að létta af þessum ólögum, - þessum kvótalögum.

En hvað er þá til ráða? 

Mér er kunnugt um að í Bandaríkjunum er það viðtekin venja, að þegar þingmaður hefur samið frumvarp sem ekki er líklegt að fái strax samþykki meirihlutans, þá fer hann (eða þeir) með frumvarpið og kynnir fyrir þingmönnum og safnar undirskriftum þeirra þingmanna sem ákveða að greiða atkvæði með frumvarpinu, þegar það verði lagt fyrir þingið. Þetta getur stundum tekið langan tíma, því menn vilja ekki leggja frumvörpin fram fyrr en það sé líklegt að þau nái samþykkt meirihlutans.
A_linuveidum.
Er hugsanlegt að einhver þingmaður sem nú situr á Alþingi, hafi áhuga fyrir því að semja frumvarp um afnám kvótakerfisins? Hann safni síðan undirskriftum þeirra þingmanna sem eru reiðubúnir til þess að samþykkja frumvarpið. Mér skilst að það þurfi 32 þingmenn til þess að frumvarpið verði að lögum, -  Ef það er rétt skilið þá er það allt sem þarf, - bara 32  þingmenn, - og kvótakerfið heyrir fortíðinni til.

Ég hefi áður lagt fram tillögur um hvað gera skuli, - og það er einfaldlega það, að leggja niður öll þessi kerfi og öll þessi leyfi og skammtanir, - sem sagt,  að Alþingi þurrki út öll þessi kvótalög með einu pennastriki, - og gefa mönnum til baka sitt frelsi til fiskiveiða.

Svo einfalt er það. Þetta myndi stöðva flóttann úr sávarplássunum, á einum og sama degi, - koma í staðinn fyrir allar þessar "mótvægisaðgerðir", hverju nafni svo sem þær nefnast, -  og bæta efnahag Íslendinga með undraverðum hraða.

Frelsið er grundvöllur framfara, athafna og velmegunar, - ófrelsið er undirrót kúgunar, stöðnunar og fátæktar. Þannig hefur það verið frá upphafi vega.
Smabatar
En með þessu svokallaða "fiskveiðistjórnunarkerfi" sem í daglegu tali er kallað "kvótakerfið" - þá er greinilegt, - (samkvæmt mínu mati,) - að það er verið að koma á hreinum kommúnisma á Íslandi.

Fyrst voru allir Íslendingar sviptir sínum meðfædda rétti til þess að veiða fisk í hafinu, og ríkisvaldið, - "Ríkið" - þóttist svo  eiga, algjörlega, allan þann rétt,  - og gæti ráðstafað þeim rétti hvernig svo sem "Ríkinu" þóknaðist. En ég tel að "Ríkið" eigi alls ekki slíkan rétt. Ég tel að þetta sé stjórnarskrárbrot.

Næst var svo sjómönnum gefin leyfi, svona til málamynda, af "Ríkinu". Þar var hverjum sjómanni skammtað hversu marga fiska, eða hversu mörg kíló, hver þeirra mætti veiða, og var miðað við það sem þeir höfðu áður veitt. Seinna var svo "heimilað" (af náð Ríkisins) að menn mættu selja þessa skömmtunarmiða. Stærri útgerðir, sem gjarnan voru skuldsettar umfram eignir, - var svo "heimilað" að fá meira lánsfé, til þess að kaupa upp skömmtunarmiðana frá þessum litlu. 
Grásleppuveiðar
Þar með er þessum litlu gert ókleyft að bjarga sér áfram með útgerð, þar sem "Ríkið" gefur ekki lengur út nýja skömmtunarmiða, og ungir uppvaxandi menn sem hyggjast stunda sjálfstæða útgerð, finna fljótt að þeir eru réttlausir. Sjálfstæðu atvinnurekendurnir (bátasjómennirnir) þurrkast þar með út, smám saman. Það eina sem þeir geta er að hrökklast burt og leita sér að verkamannavinnu annars staðar, - í álinu eða í einhverju slíku, - eða þá að fá skrifstofuvinnu hjá "Ríkinu"

Stærri útgerðirnar, sem eru skuldsettar langt umfram eignir, eru þar með alveg undir hælnum á "Ríkinu" og hvenær sem eitthvað bjátar á, getur "Ríkið" yfirtekið þessi fyrirtæki og þjóðnýtt.

Þar með er öll útgerð á Íslandi orðin þjóðnýtt og eign "Ríkisins".

þingeyriSjálfstæður atvinnurekandi í útgerð er þá ekki lengur til á Íslandi, en öll útgerð í landinu komin undir eitt allsherjar kommúnistakerfi.

Mér er ljóst að margar útgerðir hafa safnað stórum skuldum beinlínis fyrir atbeinaGjaldmiðlar kvótakerfisins, og þegar kvótakerfið verði afnumið í einum rykk á einum og sama deginum, þá munu margir reka upp ramakvein. Svarið við því er, að þau mál verður að leysa með hjálp dómstólanna. Og þá ber einnig að hafa í huga að þessar skuldugu útgerðir hafa líka, - sem og allir aðrir, -  öðlast fullt frelsi til fiskiveiða, sem stórbætir þeirra aðstöðu til þess að vinna sig út úr öllum sínum skuldum.

Höfundur.
Tryggvi Helgason.
 
Það er mér sönn ánægja að birta þessa grein og geta þess í leiðinni að Tryggvi er stuðningsfélagi í samtökunum Framtíð samtökum sjálfstæðra í sjávarútvegi. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband