Frábær lausn á kreppunni.

Frétt á dv.is

Landsbanki með lausn við kreppunni

Landflótti, lán og áfengisneysla eru lausnin

Í nýjasta fréttabréfi einkabankaþjónustu Landsbankans til viðskiptavina eru kynntir möguleikar á fasteignakaupum, meðal annars á frönsku Rívíerunni og á Bahama-eyjum. Viðskiptavinur Landsbankans telur einsýnt að bankinn hafi misst sjónar á alþjóðlegri fjármálakreppu.

Íbúðirnar í Frakklandi sem sérstaklega eru kynntar fyrir viðskiptavinum Landsbankans eru í þrjátíu mínútna akstursfjarlægð frá hafnarborginni Nice. Þriggja herbergja íbúð fæst fyrir rétt um 35 milljónir króna. Í fréttabréfinu er einnig að finna nokkuð ítarlega kynningu á nýsjálenskum vínum og betri vínhúsum á Manhattan í New York.

„Byggingarmeistari hefur samið við tvo franska banka um allt að 100 prósent fjármögnun,“ segir íVín dreifibréfinu um húseignirnar í Frakklandi.

Viðskiptavinurinn sem hafði samband við DV.is telur að bankinn hljóti að hafa dottið niður á lausnina við kreppunni hér heima. Viturlegast hljóti að vera að flytja úr landi, kaupa þar fasteign með hundrað prósent láni og drekka svo nægilegt magn af nýsjálenskum vínum. Frétt lýkur.

 Þá er bar að hætta í helvítis Egils Appelsíninu og þamba nokkrar bokkur af Nýsjálenskum vínum í þotunni á leið sinni til fyrirheitna landsins... SKÁL...Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er gassalega fín lausn, ég á svo mikinn kvóta ónotaðan í þessu svo það mundi henta vel...En ætlar þú að sitja eftir í Agli rauða...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.4.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband