Af hverju er sannleikurinn ekki sagður í þessu máli.

Frétt á skip.is.

Guðmundur Runólfsson hf. langstærsti eigandinn í Fiskmarkaði ÍslandsGudmundur_Runolfsson_hf.

11.4.2008

 

Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði er orðið langstærsti eignaraðilinn í Fiskmarkaði Íslands hf. GR er komið með ráðandi hlut í fyrirtækinu eftir kaup á 40% eignarhlut Rjúkanda ehf, sem er félag í eigu nokkurra einstaklinga. Fyrir átti Guðmundur Runólfsson 3,5% í FÍ, en fiskmarkaðurinn er nú að langstærstum hluta í eigu aðila á Snæfellsnesi. Næststærsti hluturinn í félaginu er innan við 8%, að því er fram kemur á skessuhorn.is.

 

 

Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf., segir í samtali við Skessuhornið að kaupin á bréfum Rjúkanda séu góð fjárfesting, en kaupverðið sé trúnaðarmál. Um 60% af þeim fiski sem fer á markað hér á landi fer í gegnum FÍ, að sögn Guðmundar. Fiskmarkaður Íslands var stofnaður árið 1991 og er með starfsstöðvar víða um land, í Þorlákshöfn, Reykjavík, Akranesi, á öllum höfnum á Snæfellsnesi og á Skagaströnd. Guðmundur segir að fyrstu þrír mánuðir ársins hafi verið mjög góðir hjá FÍ, um 16.000 tonn fóru á markaðinn. Frétt lýkur.

Í fréttinni er sagt að kaupverðið sé trúnaðarmál. Er það óþægileg staðreynd að bankinn tók til sín eignarhlut Rjúkanda ehf eftir veðkall ( aðför ) og núverandi eigandi var látinn taka við, ég bara spyr? Hvers vegna þarf að halda trúnað um svona staðreyndir, ég bara spyr aftur? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þorvaldur Magnússon

vona bara að þetta breyti ekki miklu fyrir mig.Ég landa öllu á þennan markað.

Davíð Þorvaldur Magnússon, 12.4.2008 kl. 16:27

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þessi breyting á hluthafahópnum gerir engan mun fyrir viðskiptavini FMÍS, það er ég viss um. Enda Guðmundur Smári og hans bræður annálaðir heiðursmenn sem eru örugglega ekki að fara að gera einhverjar breytingar á starfseminni, nema ef og þar sem þörf væri á.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.4.2008 kl. 16:51

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það er ég líka nokkuð viss um Hafsteinn, það sem ég er að fara með þessari færslu er ekkert tengt hver á þetta eða átti og því þjónustustigi sem verður, heldur vil ég aðeins vekja athygli á því sem er í gangi. það þegja allir þunnu hljóði sem lenda í aðförum bankanna sem mokuðu fjármagi í þetta brjálæði sama hvort heldur eru einstaklingar í útgerð eða fyrirtæki í sjávarútvegi. Mér er einfaldlega spurn, hverjum er þægð í því að þagað sé um raunveruleikann?

Hallgrímur Guðmundsson, 12.4.2008 kl. 17:18

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já ég veit Halli, ég var meira að svara honum Davíð. Nei þetta verður á hverjum bæ ef og þegar kvótaverðið lækkar, engin aukning í þorski í haust, samdráttur fyrirsjáanlegur í ýsu og bankarnir hættir að lána í ruglið, sem þýðir að ef það brestur flótti í liðið er allt komið í gólfið og þá hvað????

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.4.2008 kl. 17:43

5 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Það er nú heldur ekki alveg gefins að vera í viðskiptum (kaupa og selja) á FMÍS, og gjaldtakan fer ekki lækkandi með breyttu eignarhaldi.

Ólafur Tryggvason, 12.4.2008 kl. 20:14

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það verður laglegt Hafsteinn þegar menn verða að viðurkenna hvað þeir eru búnir að gera og hraðferðin í gólfið verður óumflýjanleg.         

Sæll KING það mega markaðirnir eiga, þjónustugjöldin hjá þeim er með ólíkindum há, hvort það hækki eitthvað hjá FMÍS við breytt eignarhald er ekki gott að segja. Þú kemst fljótlega að því geri ég ráð fyrir. En að öðru, fékkst þú póstinn frá mér?

Kv Halli. 

Hallgrímur Guðmundsson, 12.4.2008 kl. 20:44

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta væri kallað og er kallað rán allstaðar meðal siðaðra King, ekkert minna en það. En það er engin samkeppni og allir með sama ræningjaháttinn og botna svo ekkert í því að stjórnvöld skuli ekki með lögum, skikka allan fisk inná uppboðin hjá þeim? Andskotans bull. En um það gæti ég skrifað í allt kvöld og borgar sig ekki að byrja þá vegferð...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.4.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband