Jón Baldvin vill nýja áhöfn í Seðlabankann.

Frétt á visir.is 

Jón Baldvin Hannibalsson segir að tími sé kominn til að setja nýja áhöfn við stjórn Seðlabankans. Þar eigi fagmenn að stjórna í brúnni en ekki fyrrum pólitíkusar.

Þetta kom meðal annars fram í spjalli sem Sigmundur Ernir Rúnarsson átti við Jón Baldvin í þætti sínum Mannamál á Stöð 2 í kvöld.

Jón Baldvin segir að núverandi forysta Seðlabankans hafi fengið sitt tækifæri og klúðrað því. Allt frá því að bankinn fékk það verkefni að stjórn sjálfstæðri peningamálastefnu árið 2001 hafi honum gersamlega mistekist það ætlunarverk sitt. Jón Baldvin telur það hafa verið mistök að skipa Davíð Oddsson í embætti seðlabankastjóra á sínum tíma.

Jón Baldvin segir að staðan sem komin sé upp núna sé grafalvarleg og hún bitni á allri þjóðinni. Aldrei hafi jafnmargir fengið jafn þungt högg á jafnskömmum tíma og Seðlabankinn ráði ekkert við þetta ástand.

Því vill Jón Baldvin að fagmenn verði settir til að stjórna Seðlabankanum. "Pólitíkusar eiga ekki að vera bankastjórar," segir hann. Frétt líkur.

Jón Baldvin sagði einnig í viðtalinu við Sigmund Ernir það vanti algjörlega menn með dug og þor í Íslenska pólitík í dag. Ég er síðan algjörlega sammála Jóni í því að Seðlabankinn er ekki elliheimili fyrir pólitíkusa. Einnig sagði hann að menn verði að koma sér undan stjórnarstefnu og ofríki Líú klíkunnar og ráðanautum bænda, þeir væru ekki kosnir af almenningi til þess að stjórna þjóðfélaginu.

Undir þessi orð Jóns Baldvins  tek ég að hluta, um stjórn og ofríkisstefnu Líú klíkunnar þekki ég til og tek undir þau orð, en með bændur þekki ég ekkert til enda eru mín störf og umheimur og störf þeirra og umheimur svo gjörólík að ég sit hjá og tek ekki afstöðu til þeirra. Það er einfaldlega þannig með mig að um hluti sem ég þekki ekki tek ég hvorki afstöðu með eða á móti. Ef einhverjir vilja fræða mig um heim bænda er ég ein eyru og er meira en tilbúinn að fræðast um þau mál.

 


mbl.is Seðlabankinn leggi gildru fyrir spákaupmennina?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er mikið að einhver þorir að segja það opinberlega að það ætti að reka Davíð úr Seðlabankanum og helst ætti að vera búið að ganga í ESB og taka upp evru og um leið að losa okkur við alla "hryðjuverkamennina" í Seðlabankanum.  Stýrivaxtahækkunin um daginn var "vitlausasta" efnahagsaðgerð sem hægt var að framkvæma, gengið og hlutabréfin hækkuðu jú þann daginn en fóru að lækka daginn eftir, það er talið að "stýrivaxtalækkun" í USA hafi haft þau áhrif sem áður er getið en ekki hækkun Seðlabanka Íslands.

Jóhann Elíasson, 30.3.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Helgi Már Bjarnason

Það er nú allveg magnað hvað menn þurfa alltaf að gleypa við öllu sem Jón Baldvin segir, bitrum fyrrum stjórnmálamanni, sem er löngu kominn yfir síðasta söludag.  

Við skulum nú allveg vera róleg með það sem hann hefur að segja...þó óneitanlega sé oft gaman að hlusta á sjálfumgleðina í honum.

 Jóhann: ÉG veit ekki betur að flestir hafi litið á vaxtahækkun seðlabankans í vikunni sem rökrétta aðgerð og að hún hafi algerlega verið í samræmi við væntingar.

Stjórnmálamenn með dug og þor já... hehe rétt það er gríðarlegt tómarúm sem Davíð skildi eftir sig og er það vandfyllt, ekki nema mönnum þykir vanta eitthvað.

Helgi Már Bjarnason, 30.3.2008 kl. 22:46

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég held að karlinn ætti svei mér þá að koma aftur á þing. Ekki veitir af að hrista upp í þessum liðleskjum þar, sem virðast ráfa um kofann ráðalausir og skipandi hverja nefndina á eftir annarri eins og það leysi einhvern vanda. Þetta er með flottari viðtölum sem ég hef séð lengi.

Sæll Helgi, sjálfsumglaður eða ei hann þorir þó að tjá sig um það sem aðrir þora ekki. Ekki veit ég hvað um Davíð má segja en reynum. Hefði hann ekki sómað sig ágætlega sem einræðisherra í vanþróuðu ríki, hver veit? En eitt er mjög umdeit og það er, hvað hann hefur í Seðlabankann að gera? Hverju hefur hann áorkað þar sem teljast mætti til góða fyrir almenning, ég bara spyr?

Eitt fyrsta embættisverk hans sem seðlabankastjóri var að hreyta í stjórnvöld um hvað efnahagsstefna þeirra væri arfavitlaus. Hver mótaði þá stefnu og hélt um það ræður í tíma og ótíma hvað efnahagsstjórnin væri góð, stöðugleikinn frábær og lífskjörin einstök. Hann var ekki lengi að snúa baki við eigin verkum karlinn sá.

Hallgrímur Guðmundsson, 30.3.2008 kl. 23:51

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það var mikið skarð fyrir skildi þegar Jón Baldvin fór af þingi. Þrátt fyrir að ég væri ekki stuðningsmaður krata þá, fannst mér Jón Baldvin ævinlega tala af einna mestu viti þeirra sem á þingi voru. Það hefur bara ekkert breyst, hann er ennþá einn örfárra sem hafa þá víðsýni og vit í hausnum til að sjá hlutina í réttu ljósi. Þar fyrir utan á þessi þjóð honum gríðarlega mikið að þakka varðandi samninginn um evrópska efnahagssvæðið. Gegn honum börðust ótrúlegustu menn, sem jafnvel vilja þakka sér í dag allt sem gert var varðandi þennan samning.

Jón Baldvin er á við heilu þingflokkana þarna hvað vit og þekkingu á efnahagsmálum og alþjóðastjórnmál varðar.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.3.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband