Rússar sýni Nojaranum klærnar.

Mér lýst vel á þær aðgerðir Rússa að senda skip til Svalbarða og verja sína menn þar. Það er eiginlega hreint með ólíkindum hvað Norðmenn fá að vaða uppi með frekju og yfirgang í Norðurhöfum. Hvernig hafa Íslensk stjórnvöld brugðist við þessum yfirgangi? Jú afturendinn á Norðmönnum skal sleiktur tandurhreinn og mikilvægi góðra samskipta borið við.

Ruglið og þvælan náði frábærum hæðum þegar Íslensk fiskiskip héldu til veiða í smugunni. Norðmenn grenjuðu og hvað gerðist? Jú liðleskjurnar (Íslensk stjórnvöld) byrjuðu að setja hin og þessi lög og reglugerðir sem farið skildi eftir á alþjóðlegu hafsvæði. Ekki nóg með það varðskip sent norður í haf til að halda uppi eftirliti með glæpagenginu, auðvitað var það skýrt fínum nöfnum svo sem þjónustuskip fyrir flotann.

Ekki rekur mig minni til að varðskipið hafi staðið í vörnum fyrir okkar menn þegar sem mest gekk á þarna og skemmst að minnast þess þegar norska gæslan skapaði stórhættu við Svalbarða í yfirgangi sínum. Ekki svo mikið sem mótmæli bárust frá stjórnvöldum, afturendinn sleiktur áfram og liðleskjan sem sat þá í stól sjávarútvegsráðherra lét ekki ná í sig, það er einhvern veginn þannig að þegar þarf að svara óþægilegum spurningum þá næst ekki í neitt af þessum liðleskjum og yfirgangurinn heldur áfram.


mbl.is Norðmenn færðu rússneskan togara til hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sammála þér

Einar Vignir Einarsson, 30.3.2008 kl. 17:17

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það hefðu fleiri þurft að sýna klærnar í tíma, það er alveg rétt.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.3.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband