Dáleiddur prófessor á launum hjá, hverjum?

Ég skora á prófessorinn að flytja til landsins góða. Það væri alveg nóg fyrir hann að vera hér eins og eitt kjörtímabil. Gaman væri að hlusta á hann eftir það. Vel rekið land, maðurinn hefur klárlega verið dáleiddur. Hver borgaði honum fyrir þessa umfjöllun?
mbl.is Segir Ísland afar vel rekið land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þó það sé kærkomið að fá svona umfjöllun ofan í allt svartagallsrausið, þá er ég sammála þér um það, að maðurinn er örugglega annaðhvort pínu lasinn, á lyfjum eða keyptur talsmaður.

Það þyrftir að kynna honum kvótakerfið í sjávarútveginum, sem hann telur svo öfluga stoð. 

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.3.2008 kl. 16:47

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það er góðra gjalda vert að fá góða umfjöllun, ef það er innistæða fyrir henni.  Það er alveg sjálfsagt mál að fræða prófessorinn um hlutlausar staðreyndir í sjávarútvegi ef hann vil.  Ég bíð mig fram í djobbið. Hér er smá byrjun sem hægt er að lesa.

Hallgrímur Guðmundsson, 26.3.2008 kl. 17:00

3 Smámynd: Guðmundur Björn

Þessi athugasemd þín segir kannski margt um þína þekkingu á efnahagsmálum og hagfræði??

Þrátt fyrir allt, er ekki bara ágætt að fá einn til að tala jákvætt um efnahagslífið, en það eru jú nokkrir ágætir danskir greiningarmenn á launum við það að drulla yfir allt og alla á Íslandi. 

Guðmundur Björn, 26.3.2008 kl. 19:09

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Guðmundur ég vil byrja á að óska þér til hamingju með það á ná leik með Liverpool um helgina. Um þekkingu mína á hagfræði og efnahagsmálum má kannski deila, en ég tjái mig um þær staðreyndir sem við erum að fá í andlitið og erum að vinna með og er ég nokkuð öruggur á því að það séu ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum ennþá.  Ég mótmæli ekki góðri umfjöllun, en verðum við ekki að  eiga fyrir henni? Þú kannski treystir þér til að rengja þann útreikning sem ég vitnaði í? Síðan þarf engan sprenglærðan gaur til að segja okkur hvað gerðis með falli krónunnar og hækkun á verðbólgu. Ef einhver hagfræðingur getur fengið eitthvað jákvætt út úr því væri ég meira en tilbúinn að hlusta á það. Ég hef lúmskan grun um að margir stjórnendur fyrirtækja á Íslandi liggi á bæn þessa dagana, það er jú að koma að fyrsta ársfjórðungsuppgjörum hjá þeim. Það verður fróðlegt að sjá þau. Ræðum svo þessi mál eftir það minn kæri.

Hallgrímur Guðmundsson, 26.3.2008 kl. 21:34

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef Ísland er vel rekið land, þá heitir Fjármálaráðherra landsins Fjóla (með fullri virðingu fyrir Fjólu).  Guðmundur miðað við að þú hafir "mikla" þekkingu á efnahagsmálum og hagfræði þá hlýtur þú að sjá að það sem hann segir í þessari athugasemd er rétt, nema að þekking þín á efnahagsmálum og hagfræði sé MJÖG lituð af stjórnmálaskoðunum.

Jóhann Elíasson, 26.3.2008 kl. 23:04

6 Smámynd: Guðmundur Björn

Þakka fyrir það Hallgrímur.

Ég er bara einn af þeim sem finnst að almenningur í landinu ætti aðeins að líta í eigin barm vegna ástandsins.  Einkaneysla Íslendinga hefur ávallt verið út í hött og því miður kann landinn ekki að spara peninga að halda að sér höndum.

Það er svo einfalt að kenna Davíð Oddssyni, bönkunum eða ríkisstjórninni við.  Aldrei er horft í eigin barm!

Guðmundur Björn, 26.3.2008 kl. 23:05

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll aftur Guðmundur, það er töluverð einföldun að kenna almenningi um ástandið. Ekki var það almenningur sem hvatti bankana áfram í útrásarbrjálæðinu, ekki var það almenningur sem óskaði eftir því að bankarnir ruddust inn á húsnæðismarkaðinn og ætluðu sér að stúta íbúðalánasjóð með undirboðum á vöxtum og allt að 100% fjármögnun sem svo aftur hélt ekki nema í nokkra mánuði. Ekki trúi ég því að almenningur hafi gert atlögu að gjaldmiðlinum, ekki stjórnaði almenningur því að búið er að veðsetja sjávarútveginn í landinu fyrir stjarnfræðilegar upphæðir umfram raunvirði. það má lengi telja, en látum þetta duga og sjáum til hver staðan verður í Maí. Hafðu góða helgi í Englandi.

Kv. Halli 

Hallgrímur Guðmundsson, 26.3.2008 kl. 23:20

8 Smámynd: Landfari

Það er nú einmit heila málið að að er almenningur sem hefur rekið sín bú á arfa vttlausan hátt sem á stóran þátt í því hvernig komið er fyrir þjóðarbúinu og viðskiptahallanum.

Ríkið búið að borga nær allar sínar erlendu skuldir en landinn skellti sér á eyðslufyllerí á erlendum lánum og veðsetti húsin sín til að fjármagna bílakaup, flatskái og sólarlandaferðir. 

Svo þegar allt er komið í þrot er ríkisstjórninni kennt um. Auðvitað gæti hún verið betri en samt langsótt að kenna hennu um alla einkaneysluna.

Landfari, 26.3.2008 kl. 23:22

9 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Er Guðmundur svona miður sín eftir leikinn um síðustu helgi, eða ætlar hann að sjá þá tapa um næstu helgi og er í kvíðakasti?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.3.2008 kl. 00:12

10 Smámynd: Guðmundur Björn

Hafsteinn: Hehe...segir júnætedmaðurinn!  Það verður víst stórsigur á sunnudaginn - þeir geta ekki brugðist mér á ögurstundu!

Hallgrímur:  Það er engin einföldun.  Allt hefur áhrif og neyslufyllerí landans á stóran þátt í því.  Það er bara ekki PC að segja frá því í fréttunum.  Eins og Landfari tekur undir hjá mér, þá skellti landinn sér í erlend lán á meðan gengið var mjög lágt á jeni, dollar, evru og franka.  Ég segi bara þvílík vitleysa. 

Sjálfur tók ég jenalán fyrir ca. 4 árum á genginu 0,71, ég greiddi það upp nú í október og sparaði mér um hálfa milljón á þessu láni. Auðvitað var ég heppinn að einhverju leyti. Vextirnir 1,6% á 1.veðrétti, 2,8% á öðrum veðrétti.  Nú þegar álagið er hærra en þá, taka fjölskyldurnar lán á lægsta mögulega gengi sem hefur sést og með hærra álagi.  

Auðvitað er ekki BARA einkaneyslunni um að kenna - enda er ég ekki að segja það.  Almenningur má bara horfa í eigin barm líka, ekki bara kenna stjórnvöldum um strax.  Af hverju eru allar greiningadeildir, fulltrúar alþjóðlegra fyrirtækja og hagfræðingar að segja að ákvörðun Seðlabankans hafi verið skynsamleg?

Annars er ég mjög ánægður með gengið núna, þar sem ég vinn á ferðaskrifstofu sem greiðir marga reikninga í ISK.  Mjög mikið bros hérna megin. Síðan er líka svo ódýrt fyrir Danann að heimsækja Ísland í dag - og góð launahækkun fyrir mig ef maður sendir hýruna heim frá Danmörku!

Guðmundur Björn, 27.3.2008 kl. 09:12

11 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þeir gætu alveg gert það Liverpoolmenn, þeir koma særðir og illir til leiks á sunnudaginn..

Það eru nú eitthvað blandaðar skoðanir á aðgerðum Seðlabankans, en það er rétt að allir Íslensku bankarnir eru mjög á einu máli. Sennilega Tyrknesku bankarnir líka...

Það er eftirtektarvert að það voru greidd upp íslensk húsnæðislán í febrúar uppá 3,3 milljarða en tekin ný erlend uppá 4 það væri gaman að sjá framan í jakkafötin sem ráðlögðu fólki þær aðgerðir......allt þetta fólk er nefnilega að vinna í málunum með bankanum sínum...Í beinu framhaldi fara síðan, eftir því sem skilja má "Seðlabankastjórann", bankarnir í að gera atlögu að krónuræflinum með þeim árangri sem allir sjá....

Það þarf nú ekki "hagfræðing" til að hafa efasemdir um svonalagað, enda er ég það ekki....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.3.2008 kl. 09:41

12 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.3.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband