Stjórnarmaður á flótta.

Hvaða skilaboð eru þetta, er trúverðugleikinn ekki meiri fyrir eigninni en svo að rétt þykir að selja þegar allt er á botninum? Eða er botninum ekki náð, er kannski langt í hann enn og menn því lagðir á flótta. Um þetta má lesa hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég hef grun um að þeir séu einhverjir á flótta, akkúrat af þessum slóðum....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.3.2008 kl. 16:21

2 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Halli ég var að lesa hér fyrir neðan um sjóslysin og man nú svo vel eftir þessu, við komum inn á Vöðlavíkina rétt eftir að Bergvík strandaði, vorum að koma NA úr hafi með loðnu, svona hlutir gleymast aldrei og þegar maður lítur til baka og þá er eins og hlutir sem maður hefur lent í fyrir mörgum árum hafi  gerst í gær, eins og Synetuslysið við Skrúð þar sem ég var þáttakandi í björgunaraðgerðum líkin týnd upp úr sjónum, það var ömurlegt. Man aðeins eftir þessu Gullfaxa slysi held ég hafi verið í Stýrimannaskólanum þegar þetta var. Slysið við Alaska, hef horft á þætti á Dicovery "Dedliest catch" ótrúlegt að horfa á hvernig sjómennska er viðhöfð þar þeir eru að í brjáluðum veðrum, og vinnubrögð ekki til fyrirmyndar, og útbúnaður skipverja og margt annað sem manni finnst ekki vera í lagi. Tölum ekkert um fótbolta núna bara í næstu viku

Grétar Rögnvarsson, 25.3.2008 kl. 17:13

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist næstu daga Hafsteinn?

Sæll Grétar, það er svo skrítið að þegar svona umræða kemur upp þá rifjast þessir hlutir upp hjá manni eins og þeir hafi verið að gerast áðan. Eitthvað lag hefur maður á því að geyma þessa hluti í lokuðu hólfi í minninu þangað til að umræðan fer á stað þá opnast hólfið. En það er nú einu sinni þannig að menn sem hafa lent í svona hlutum vilja helst ekki tala um þá og er ég engin undantekning á því. Það hljómar undarlega, en skýringuna á því hef ég ekki frekar en aðrir. En ég ákvað að segja mína sögu af þessu, þetta hefur nagað mig oft á tíðum svakalega síðan þetta gerðist. Sennilega er það sársaukinn við að upplifa hlutina aftur þegar þeir eru rifjaðir upp. Synetuslysið var svakalegt og aðstæðurnar vægast sagt ómannlegar. Þættirnir Dedliest catch er gott kennsluefni um hvernig á alls ekki að haga sér við sjómennsku. Ég horfi alltaf á þessa þætti og það kemur mér reynda á óvar að það skuli ekki þó fleiri drepa sig á þessari vitleysu. Eitt er það þó sem ég ákvað að sleppa í þessari frásögn og það var ótrúlegur og svínslegur ágangur fjölmiðla á vélstjórana sem farið var með á sjúkrahúsið á Neskaupstað. Ég hefði ekki trúað því að þeir gætu hagað sér eins og þeir gerðu nema upplifa það sjálfur. Það var rúmlega fullt djobb að passa þá þann tíma sem við vorum á sjúkrahúsinu. Síðan var yfirheyrslan hjá lögreglunni annar kapituli útaf fyrir sig. Þá skyndilega upplifði maður sig sem mann með enga hæfileika til þess að meta hvor maður er dáinn eða ekki og allt að því ásakanir um að hafa ekki gert nóg honum til bjargar. Ég missti algjörlega alla virðingu fyrir þeim manni sem sá um þessa yfirheyrslu, og sennilega kem ég aldrei til með að líta hann sömu augum og annað fólk. Fótboltinn er aukaatriði þessa dagana það koma leikir eftir þessa og þá gengur bara betur.

Hallgrímur Guðmundsson, 25.3.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband