Brotlending á Old Trafford.

Ekki ætla ég að verja hegðun og háttarlag Javier Mascherano, hann bað einfaldlega um að verðaRekinn útaf rekinn af velli. Halda mætti að Mascherano hafi tekið með sér öll sín persónulegu vandamál inn á völlinn, hann var röflandi í dómaranum frá byrjun og þangað til hann var rekinn útaf og er sjálfasagt röflandi ennþá, svona hagar maður sér einfaldlega ekki. Shocking

Utd var að einfaldlega betri aðilinn í fyrrihálfleik og frekar óheppnir að skora ekki minnst tvö mörk til viðbótar. Í seinni hálfleik var Liverpool oft á tíðum eins og byrjendur í fótbolta, en José Reina varði nokkru sinnum með tilþrifum og bjargaði Liverpool frá enn stærra tapi. Wink

Ég óska aðdáendum Utd til hamingju með daginn, mín skoðun er sú að Man Utd verði Englandsmeistarar. Nú er bara að hysja upp brækurnar og hrista þetta af sér, það er enn möguleiki í meistaradeildinni. Wizard

Gleðilega Páska.
mbl.is Man. Utd með 6 stiga forystu eftir 3:0 sigur á Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Ég er sammála þér Hallgrímur svona haga menn sér ekki í fótbolta og allra síst atvinnumenn.  En samt sem áður var dómgæslan frekar slöpp í þessum leik, og herbragð Fergusons virkaði 100%.  Mér fannst Liverpool menn vera búnir að ákveða að dómgæslan yrði UTD í hag fyrir leik.

Einar Vignir Einarsson, 23.3.2008 kl. 17:07

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Utd var bara einfaldlega betra en Liverpool í dag. Maður sá það strax í upphafi að Liverpool liðið var ekki tilbúið í þennan leik. Dómarar eiga misjafna daga eins og aðrir, við getum sagt að dómarinn og Liverpool hafi átt einn af þessum misjöfnu dögum í dag. Dómaranum kenni ég ekki um hvernig fór, liðið verður einfaldlega að spila betur ef það á að eiga möguleika á móti Utd eins og þeir spiluðu í dag.

Hallgrímur Guðmundsson, 23.3.2008 kl. 20:56

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Sæll Halli. Sá því miður ekki leikinn, var að sinna frábærum hlutum á fjöllum á vélsleða. Það kemur hinsvegar ekki á óvart, að þú ert einn örfárra "Púllara" sem virðist hafa lag á að sjá hlutina með augum skynsemi og hlutleysis. Svona framkomu leikmanna, eins og hér hefur verið lýst,höfum við séð allt of oft, bæði hjá mínum mönnum og öðrum, en hún er alltaf jafn vitlaus og gagnslaus og ævinlega vinnuveitendum þeirra til skammar... 

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.3.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll félagi, takk fyrir það. Ég get engan veginn skilið það þegar menn halda það virkilega að svona háttarlag hafi ekki einhverjar afleiðingar, atvinnumenn eiga að vita þetta. Röflandi eins og alsheimer sjúklingur sem man það ekki að það var búið að spjalda sig. Til lukku með þína menn félagi, þeir spiluðu þennan leik skynsamlega og uppskáru eftir því. En ég segi það enn og aftur, það gengur bara betur næst.

Hallgrímur Guðmundsson, 23.3.2008 kl. 21:33

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Guðbjörn, ég horfði á leikinn. Eftir 20 min þá var alveg ljóst hvernig þetta færi, einungis spurning hvað tapið yrði stórt. Það þíðir ekkert að svekkja sig á þessu. Þessi leiktíð gerir ekkert fyrir okkur þannig að nú er bara að verja meistaradeildarsætið og reyna að klára meistaradeildina með sóma. Ég segið það alltaf, það gengur bara betur næst. Ég hef ekkert spáð í því hvenær við skoruðum síðast á móti hverjum en þetta er athygliverðar staðreyndir. Þessu verður að breyta... 

Hallgrímur Guðmundsson, 24.3.2008 kl. 12:18

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Já Evrópumeistarar.. það líst mér vel á. Síðan ég byrjaði að halda með Liverpool hefur gengið á ýmsu, grátur, gleði, sigrar og töp allt í bland eins og æðislegasta rússíbanaferð. Hvað er hægt að hafa þetta betra, ég bara spyr? Að svekkja sig á þessu er eitthvað sem er ekki til hjá mér, þá hætti ég frekar að fylgjast með boltanum. Þetta er nú einu sinn bara leikur og áhugamál, ef því er ekki hægt að sinna öðruvísi en í þunglyndi yfir úrslitum, einhverjum leikmönnum, dómurum eða öðrum skoffínum þá er alveg eins hægt að snúa sér að garðyrkju.

Hallgrímur Guðmundsson, 24.3.2008 kl. 16:29

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Jæja þetta fór þá svona, ég ætla ekki að gráta þetta en vonaði eftir öðru

Högni Jóhann Sigurjónsson, 24.3.2008 kl. 22:02

8 Smámynd: Ólafur Tryggvason

HELV.... - það eru allir Púllarar svo jákvæðir hérna inni að það er ákaflega lítil von um að geta búið til æsing !!!  !!!

Vel mælt en ykkur til hughreystingar þá styttist í tapleikinn hjá mínum mönnum með hverjum sigurleik gegn ykkur í röð.

Ólafur Tryggvason, 27.3.2008 kl. 10:35

9 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Góð tilraun King.

Hallgrímur Guðmundsson, 27.3.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband