Er kreppan búin?

Hvað skildi vera að marka þetta hjal? Eða er þetta enn og einn blekkingarleikurinn til þess að fáÁhyggjur á Wall Street blásaklaust fólk til að fjárfesta í handónýtum pappír, sem er ekki einu sinni þess verður að hann teljist nothæfur klósettpappír?

Hvernig hafa spáfuglarnir staðið sig hingað til? Það hefur akkúrat ekkert verið að marka spáfuglana, ef ég man rétt þá munaði ekki nema einum 70% í mínus á spám og raunveruleikanum um áramótin síðustu, síðan þá hafa hlutirnir hríðversnað eins og fólk veit mæta vel. Ekki er ég svo samfærður um að það fólk sem er komið á vergang, eignarlaust með risagjaldþrot á bakinu gefi mikið fyrir svona hjal. Ef fólk heldur að gjaldþotin hafi bara gerst erlendi, þá er fólk verr upplýst en ég hélt.

Hvernig skildi vera komið fyrir sjávarútvegnum? Varlega áætlað hafa skuldir sjávarútvegsins aukist um 80 - 100 milljarða. Sem aftur þíðir það að skuldirnar eru litlir 400 - 420 milljarðar gott fólk. Hvernig dettur einhverjum það til hugar að þetta verði borgað á þessari öld eða þá þeirri næstu? Ekki lagast rekstrarumhverfið, olían í áður óþekktum hæðum og lækkar væntanlega lítið, öll önnur aðföng snarhækka. Ekki lækkar leiga aflaheimilda, verð á (gervi eignarkvóta ) er að hrynja þannig að veðið er ekki lengur til staðar. Þetta er einfalt, það er búið að koma þessu fyrir kattarnef. Hvað ætla menn að þráast lengi við að viðurkenna það?

Svo kemur hagfræðingur Líú og dásamar ástandið, ekki alveg nóg með að hann sjái varla sólina fyrir gleðitárum, heldur tekur sjávarútvegsráðherra undir og syngur bakraddir af þvílíkum móð að teljast mætti til misþyrminga eyrum hvers manns.

Hjalið sem um er talað má svo lesa hér

Góðar stundir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já Halli, nú skekkist á merinni í flestum reikningum, því fjármagnskostnaðurinn verður gífurlegur í bókunum hjá þeim þ.e. gengismunurinn. Auðvitað eru fyrirtækin misjafnlega skuldsett, en þau sem eru búin að vera að byggja sig upp og kaupa veiðiheimildir undanfarið, eða þar sem nýlega er búið að kaupa út eigendur með gríðarlegri skuldsetningu, (Vísir og Eskja koma upp í hugann) munu fá rokna skell. Önnur sem búa meira að gjafakvótanum eru ekki eins skuldsett hlutfallslega. En þetta verður mikill órói trúi ég. Sveinn Hjörtur vinur minn verður með skítabragðið í munninum nokkuð lengi trúi ég.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.3.2008 kl. 07:47

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll og góðan daginn félagi. Það eru ansi margir sem fá risaskell ef þetta gengur ekki til baka strax eftir páska. Reyndar kæmi mér það ekki á óvart að það gerðist, þá er ég að meina gengið. Bankarnir eru að detta inn á fyrsta ársfjórðungs uppgjör og ég get ekki með nokkru móti séð hvernig þeir koma til með að koma þokkalega frá því nema með þessum hætti.

Var ekki Davíð að segja okkur að þetta gengissig væri tilbúningur innanlands? Einhver líkti þessu við landráð, sjáum til hvað gerist ég held að þetta verði einhvern veginn svona. Sveinn Hjörtur mætti alveg klára það sem hann byrjaði á, það er segja frá skuldaraukningunni samhliða þessum 20 - 25 milljarða tekjuaukningu. Einnig mætti svo fá annan preláta í bakraddasönginn, þessi sem er í djobbinu er frekar þreyttur.

Hallgrímur Guðmundsson, 21.3.2008 kl. 08:40

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég tel, strákar að þetta sé rétt hjá Davíð, þessu er hanstýrt hvernig gat gjaldþrot banka og ástand á mörkuðum í framhaldinu haft áhrif á gengið á Íslandi einu, það hrundi og hrundi og ekki einn einasti maður vaknaður í Bandaríkjunum 5 tímum áður enn það kom í ljós að einhver banki mun fara á hausinn var gengið á Íslandi í frjálsu falli og ástæðan? Jú það var af því að það var banki í BNA að fara á hausinn.

Í hvert sinn sem olían lækkar sígur gengið, olíufélögin fá hjálp við að láta okkur borga sektirnar, bankarnir á Íslandi kaupa gjaldeyri í löngum bunum, til að eiga fyrir afborgunum af lánunum sínum sem þeir fengu á læitlum tryggingagjöldum næstum engum vöxtum og alls engum verðtryggingum.

Ekki síst þá tapar engin útgerð eða og enn síður fiskvinnsla á þessari stöðu.

Niðurstaðan: almenningur á Íslandi er enn einu sinni að láta taka sig í xxx og það sápulaust.

Ég ætla að reyna að orða þetta eins pennt og ég get til að verða ekki settur inn um páskana: Víða úti í hinum stóra heimi væri búið að senda einhverjum eitthvað í hausinn og það þráðlaust en með handræsibúnaði.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.3.2008 kl. 13:41

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Högni, ég er ekki alveg jafn samfærður og þú um að útgerðin sé ekki rekin með tapi. Ekki hækka verðin á mörkuðunum eða í beinum viðskiptum, það er ljóst. Meðan allt annað hækkar og skuldirnar vaða upp er vandséð hvernig annað en tap getur verið staðreynd.

Hallgrímur Guðmundsson, 21.3.2008 kl. 16:36

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þegar gengið er hátt vælir útgerðin yfir lágum verðum og þegar gengið er lágt vælir útgerðin yfir lágum verðum, þá er eitthvað annað að en gengið það er nokkuð ljóst.

Ef ég hefði verið kominn með Bleikju til útflutnings, sem ég er ekki því nú fjandans ver, þá væri ég að fá 1012 kr. fyrir kg. af flökum, en fyrir um ári var 750 kr.kg. Ég viðurkenni að ég hef ekkert vit á kvótakerfinu og eða mörkuðunum en þetta er bara svo dagljóst að vara sem seld er úr landi í dag er verðmætari nú en fyrir ári og ef það skilar sér ekki frá mörkuðunum til útgerðarinnar þá hefur útgerðin gert lélegann samning og er eins og við hin að láta taka sig í þúveistið eins og okkur Íslendingum er tamt

Það sem er í gangi er að það er einhversskonar "skák" á milli þrýstihópa í landinu og í augnablikinu bjóða þeir betur sem eru í útflutningsgeiranum, það sem er að gerast í Íslensku efnahagslífi er ekkert djúpt ekkert sem ungir Armanimenn í sjónvarpinu eru að reyna að túlka, það eru engi EF og engin SKO og engin KANSKI og þetta hefur ekkert með húsnæðislán eða bankagjaldþrot í BNA að gera. Á meðan við veltum öllum mögulegum og ómögulegum  ástæðum fyrir okkur og köfum djúpt þá eru bara "götuklíkurnar" að takast á á einfaldann máta og svo einfaldann að fólk segir ,,nei hvaða vitleysa þetta getur ekki verið svona einfalt" en á Íslandi þarf ekki að flækja málin.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.3.2008 kl. 18:58

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll aftur Högni, ég er að tala um fiskmarkaðina hér heima og bein viðskipti við fiskvinnslufyrirtæki á Íslandi. Þar hækkar lítið, en að sjálfsögðu hækkar það sem selt er úr landi. Eins og það hækkar líka allt sem við flytjum til landsins.

Hallgrímur Guðmundsson, 21.3.2008 kl. 20:03

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Verðin hljóta að hækka á mörkuðum ef að gengið helst svona í meira en tvær/þrjár vikur því að kaupendur á mörkuðum seru seljendur líka og hljóta að bítast um fiskinn á meðan gengið er svona, ég hef ekkert vit á þessu.

Ég ætla að halda áfram að halda því fram að efnahagsástandinu er haldið í þessu horfi m.a. fyrir LÍÚ,fiskvinsluna, ferðamannaiðnaðinn og fleiri og þannig erum við almenningur, sem svona einyrkjar eins og við flokkumst með, er látinn borga.

Gleðileg Páska og súkkulaðikveðjur frá Birtu, það er ekki gott að gefa hvutta óvart súkkulaði sagði kona í sjónvarpinu, ég gef þeim báðum súkkulaði vísvitandi.

Ég verð bara að öfundast útí ykkur sem sjáið leikinn um helgina, en meigi betra liðið vinna, ég á mér reyndar smá von um úrslit til að auka spennuna að Liverool vinni MU og Chelsea og Arsenal geri jafntefli.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.3.2008 kl. 13:53

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Við sjáum hvað setur í þessum hræringum. Það er alveg rétt að gefa hundi súkkulaði er ekki gott, þess vegna missir maður það algjörlega óvart upp í þá. Djö.... líst mér vel á þessa tillögu hjá þér um úrslitin. Gleðilega Páska félagi.

Hallgrímur Guðmundsson, 22.3.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband