Leiðinlegar fréttir.

Það er ekkert sérstakt þegar þessi lið mætast og ekki er hægt að stilla upp sterkustu liðunum sökumRio meiðsla.Whistling En eins og einhver sagði, "maður kemur í manns stað"Wink Vonandi verður þessi leikur hin mesta skemmtun.Wizard
mbl.is Ferdinand tæpur fyrir leikinn gegn Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta er nú ekkert Halli, það sem verra er að ég verð í þeirri aðstöðu að sjá ekki leikinn

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.3.2008 kl. 13:18

2 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Ég ætla nú að leifa mér að segja það Halli að Ferdinad er ofmetinn leikmaður, og  lið eins og Man Utd á að geta spilað sinn leik án hans. Veit að þetta verður skemmtilegur leikur og endar vonandi vel. En ef Ronaldo meiddist þá er hans skarð ekki svo auðveldlega uppfyllt, að verða einhver besti knattspyrnumaður í heimi.

Grétar Rögnvarsson, 20.3.2008 kl. 14:48

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það verður ekki af neinu að missa Högni minn, auðveldur sigur minna manna er eitthvað sem þú vilt missa af. Sæll Grétar það má vel vera að Ferdinad sé ofmetinn ekki ætla ég að dæma það ég horfi frekar lítið á leiki með Utd. En Ronaldo er að verða í sérflokki það er engin spurning, ef hann meiddist í dag væri Utd í slæmum málum. Ég geri ráð fyrir því að það sé bræla á þér Grétar þar sem þú ert núna.

Hallgrímur Guðmundsson, 20.3.2008 kl. 22:09

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nei strákar Ferdinad er ekkert ofmetinn hef hvergi séð honum hampað eitthvað meira en öðrum, hann er kletturinn í vörninni, hann er verkstjórinn, ég sá ekki betur en að vörnin hafi staðið sig þó svo að hann hafi vantað í gær. Ronaldo er vaxandi og skotin aðeins farin að lenda á rammanum en skotanýtingin er ekkert ógurleg hjá honum, en skárri en í fyrra og hann er farinn að ráða betur við bæði aukaspyrnur og blessuð skærin, liðið hefur alveg mannskap til að vinna leiki þó svo að hann yrði eitthvað frá.

Svona er þetta bara þegar menn sem bera uppi ákveðin verkefni ss. Torres á meðan hann var að jafna sig eftir meiðsli var eins og liði allt væri á töflunum hans, þetta er í öllum liðum.

Ég get ekki tekið undir það að lið sem oftast er í baráttunni um titilinn undanfarin ár meistarar núna og búnir að vera í öðru sæti lengst af í vetur og verður núna í fyrsta sæti fram á vor og hampar tiltlinum og enn inni í meistarakepninni sé ofmetið frekar en önnur þau lið sem eru í toppbaráttunni, Arsenal er búið að vera að spila flottann bolta, Chelsea komið á feiknaskrið og ekki er nú allt búið hjá Liverpool hvorki í deild né meistarakepninni, spennan eykst bara, ég skal alveg viðurkenna að ég gældi við það hvað spennan yrði góð ef að MU hefði tapað í gær og Chelsea unnið og Liverpool mundi vinna á sunnudag og Arsenal og Chelsea gera jafntefli, það væri kominn upp frábær staða.

Það er orðið soldið leiðinlegt hvernig púllarar eru orðnir eftir alltof langann tíma í niðursveiflu, utan góðs árangurs eina leiktíð í meistarakepninni og eru orðnir svektir. þreyttir í öxlunum af að þurfa sífellt að labba heim hoknir af sárindum, geta ekki horft framan í fólk fyr en ca. fimmtudag en svo endurtekur sagan sig sífellt hverja helgina af annari, ég skil ykkur alveg en þið eigið ekki að agnúast útí önnur félög heldur ykkar eigins því að á eigins verðleikum verða félög meistarar en ekki því eingöngu að öðrum vegni ílla.

Gleðilega páska

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.3.2008 kl. 23:27

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég hefði átt að athuga fyrst hvort að Gréta væri ekki örugglega púllari  en ókey ég þarf aðeins smá tíma svo reyni ég að hrauna einhverju yfir hann, ég eiginlega get það bara ekki því að ég hef verið svo hrifinn að Arsenal í vetur, en hann er bara, eins og Steingrímur, að fara á límingunum af spennunni sem er að verða og lái honum það hver sem vill, það var sjánlegt mjög fljótlega í haust að Arsenal mundi ekki standast álagið alla leiktíðina.

Gleðilega páska aftur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.3.2008 kl. 23:39

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Grétar átti þetta auðvitað að vera en ekki Gréta bist afsökunnar, einn orðinn heytur

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.3.2008 kl. 23:40

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Flott ræða Högni minn, ég hef bara gaman að þessu. Gott að vita til þess að ég náði aðeins að hita þig upp. Gleðilega páska félagi.

Hallgrímur Guðmundsson, 20.3.2008 kl. 23:58

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ps. Til lukku með þína menn.

Hallgrímur Guðmundsson, 20.3.2008 kl. 23:59

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.3.2008 kl. 23:59

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Við fengum nýlegann góðann hornsófa hingað í efra, Birta var búin með hinn og var hann annar í röðinni hjá henni, ákvörðun tóku feðgar, núna kildu hundarnir ekki meiga fara uppí þennan sófa, það næsta sem við vissum var að við vorum lagstir í sjónvarpsgláp og Birta með okkur

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.3.2008 kl. 01:05

11 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ja hérna, er hún ekkert að róast þessi drottning? Þú ættir að sjá þann svarta (Kol) bróðir hennar. Þegar mamman og Kátur eru sprungin þá er hann rétta að volgna, ég hef svona grun um að Birta sé svipuð. Þeir eru svo til hættir að naga húsgögnin, enda eitthvað lítið eftir af þeim.

Eitt sófaborð, eitt borðstofuborð, 6 stólar, þriggja sæta sófi, einn hægindastóll, eitt stykki stofuskápur, stiginn á milli hæða, blöðin hef ég ekki geta lesið í tvo mánuði, pósturinn tættur og svo rifu þeir niður girðinguna sem átti að nota til varnar nágrönnunum, En samt er svakalega gaman að þessu gaurum. Þeir róast þetta eru jú bara hvolpar ennþá. Ég sé drottninguna alveg fyrir mér, hún hefur hlutina nákvæmlega eins og hún vill.

Hallgrímur Guðmundsson, 21.3.2008 kl. 01:23

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já hún hefur það sko nákvæmlega eins og hún ætlar að hafa það, þetta er bara gaman - ennþá

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.3.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband